Fundur um framtíð flýtibíla á Íslandi verður haldinn í Tjarnarbíói þriðjudaginn 20. mars kl. 15:00-16:30. Fjallað verður um samgöngur, kostnað við að eiga bíl og hugmyndir um innleiðingu á flýtibílum á Íslandi. Þjónusta með flýtibíla er að finna víða erlendis og felst í því að hægt sé að leigja bíla til lengri eða skemmri tíma. Markmiðið er að setja á laggirnar nýtt samgöngukerfi og auka þannig valkosti í samgöngum.

Að fundinum standa Landsbankinn ásamt fyrirtækjunum Advania, Alcoa, Fjarðaál, Íslensk nýorka, Landspítalanum, Landsvirkjun, Orkuveitu Reykjavíkur og Reykjavíkurborg. Fundurinn er öllum opinn án endurgjalds.

Ellý Katrín Guðmundsdóttir, Borgarritari Reykjavíkurborg, er fundarstjóri og stjórnandi pallborðsumræðna.

Dagskrá

  • Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB - Kostnaður við að eiga bíl á Íslandi.
  • Kristín Soffía Jónsdóttir, varaformaður Umhverfis- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar - Samgöngur í Reykjavík.
  • Finnur Sveinsson, sérfræðingur í samfélagslegri ábyrgð hjá Landsbankanum - Er framtíð í flýtibílum?
  • Pallborðsumræður. Auk fyrirlesara munu Ástgeir Þorsteinsson frá Frama, Sigrún Helga Lund og Einar Kristjánsson hjá Strætó.

Aðstandendur verkefnisins eru fyrirtæki sem hafa áhuga á að koma á laggirnar flýtibílaþjónustu á Íslandi, til að geta nýtt hvort heldur sem er í eigin rekstri eða fyrir starfsmenn utan vinnutíma. Fulltrúar þeirra fyrirtækja sem standa að verkefninu hafa fundað með hagsmunaaðilum um þá möguleika að setja á laggirnar þjónustu af þessu tagi. Fundurinn í Tjarnarbíói er framhald af þeim fundi og eru allir sem eru áhugasamir um verkefnið hvattir til að mæta.

Birt:
19. mars 2012
Höfundur:
Finnur Sveinsson
Uppruni:
Landsbankinn
Tilvitnun:
Finnur Sveinsson „Fundur um framtíð flýtibíla“, Náttúran.is: 19. mars 2012 URL: http://nature.is/d/2012/03/19/fundur-um-framtid-flytibila/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: