Á fundi Framtíðarlandsins í kvöld var tillaga um framboð til Alþingis undir merkjum félagsins felld með 96 atkvæðum gegn 92. Aukinn meirihluta hefði þurft til samþykktar eða 126 atkvæði af þeim 188 sem greidd voru.

Það er því ljóst að félagið mun starfa áfram sem grasrótarhreyfing og sú afstaða tekin að krefja frambjóðendur hinna hefðbundnu flokka um skýr svör um stefnu þeirra og markmið í umhverfismálum.
Mikil breyting er að verða í umræðunni og stóriðjuflokkarnir farnir að vakna til vitundar eins og komið hefur fram.


Fundargestir nýtttu sér óspart möguleikann á að tjá sig. Einn þeirra, ? frá Tálknafirði braut pontuskilduna og tjáði sig beint hárri röddu og allt lagt undir til að tjá tilfinningar sínar til landsins sem verið er að spila póker með. Mikill hiti var í fundarmönnum og skiptar skoðanir um ágæti framboðshugmyndanna en þrátt fyrir það var mikill samhugur í fólki og ekki á dagskrá að slá slöku við.

Birt:
8. febrúar 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Framtíðarlandið ekki í framboð“, Náttúran.is: 8. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/framtidarlandid_ekki_frambod/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 29. apríl 2007

Skilaboð: