Þórunn Sveinbjarnardóttir er ný r umhverfisráðherra í ríkisstjórn Geirs H. Haarde, ný fæddri ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar. Þórunn er 41 árs að aldri, stjórnmálafræðingur að mennt og hefur sinnt þingmannsstörfum fyrir Samfylkinguna frá árinu 1999. Þórunn var varaþingmaður fyrir Kvennalistann á árinu 1996. Hún sat í umhverfisnefnd Alþingis á árunum 1999-2005. Náttúran óskar Þórunni til hamingju með ráðherrastólinn og óskar henni velfarnaðar í þessu ábyrgðarfulla starfi.
Birt:
22. maí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Nýr umhverfisráðherra“, Náttúran.is: 22. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/22/nr-umhverfisrherra/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 25. maí 2007

Skilaboð: