Blómamynstur Sigurðar Guðmundssonar málara
Þannig vildi Sigurður komast nær þjóðarsálinni, sál fátækrar og nægjusamrar þjóðar.
Sigurður teiknaði sjálfur og hannaði (til bróderingar) fyrir útsaum t.d. mynstrin á skautbúninginn (1864), sem er til sýnis í Þjóðminjasafni Íslands. Takmark Sigurðar var að gefa út sjónabók sem íslenskar konur gætu eignast og bróderað eftir, gullsmiðurinn gæti á sama hátt notast við sem og söðlasmiðurinn og útskurðarmeistarinn.
Á Þjóðminjasafninu eru nokkrar af skissum og teikningum Sigurðar til sýnis en þar að auki er fjöldi þeirra varðveittur í sérstöku safni hans í geymslum safnsins. Blöðum af blómum eins og eyrarrós [Epilobium latifolium], ljónslöpp [Alchemilla alpina], hófsóley [Caltha palustris], brennisóley [Ranunculus acris] og maríustakk [Alchemilla vulgaris], spyrnti hann stundum saman á einn stilk og gerði fjölda annarra tilrauna með mynsturmöguleika íslensku flórunnar.
Sigurður lést fyrir aldur fram árið 1874, aðeins 41 árs að aldri.
Heimild: Arndís S. Árnadóttir, „Formative Design Developments in Iceland - The heritage of G.F. Hetsch“ Scandinavian journal of Design History, 13 .(2003).
Myndin er af nokkrum teikningum Sigurðar og kver um faldbúning á sýningu Þjóðminjasafns Íslands. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Sjá vef Þjóðminjasafnsins.
Birt:
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Blómamynstur Sigurðar Guðmundssonar málara“, Náttúran.is: 15. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/blomamynstur_sg/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 18. október 2007