Whole Foods opnar í Evrópu
Whole Foods lífræna verslunarkeðjan hefur opnað sína fyrstu verslun í Evrópu, nánar tiltekið í London, Englandi. Talsmenn Whole Foods segja að það hafi lengi verið mikill áhugi á að opna verslun í Evrópu og England þá frábær staður til að byrja á. Það má segja að viðbrögðin hafi verið frábær þegar búðin sem er á þremur hæðum á Kensington High stræti opnaði í gær.
„Þetta er eins og matar- Disney World“ sagði einn viðskiptavinanna.
Búðin er þekkt fyrir að leggja áherslur á umhverfið og siðgæði viðskipta, en hún er einnig þekkt fyrir vöruúrval sitt. Í versluninni sem opnaði í London er hægt að nálgast yfir 100 tegundir af ólífu olíu, 40 tegundir af pylsum og 50 tegundir af ferskum ávaxtasafa.
Sjá grein um opnunina á The Guardian
„Þetta er eins og matar- Disney World“ sagði einn viðskiptavinanna.
Búðin er þekkt fyrir að leggja áherslur á umhverfið og siðgæði viðskipta, en hún er einnig þekkt fyrir vöruúrval sitt. Í versluninni sem opnaði í London er hægt að nálgast yfir 100 tegundir af ólífu olíu, 40 tegundir af pylsum og 50 tegundir af ferskum ávaxtasafa.
Sjá grein um opnunina á The Guardian
Birt:
7. júní 2007
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Whole Foods opnar í Evrópu“, Náttúran.is: 7. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/07/whole-foods-opnar-evrpu/ [Skoðað:7. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.