Athugasemdir við tillögu að matsáætlun fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík - Náttúruvaktin
Til Skipulagsstofnunar
Laugavegi 166
105 Reykjavík
Reykjavík 1. febrúar 2007
Athugasemdir við tillögu að matsáætlun fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík. Ef raunverulega væri verið að fjalla um valkosti væri jarðlagnaleið skoðuð sem alvöru valkostur. Það er hins vegar ekki gert, heldur leitast við að benda á neikvæðar hliðar svo val framkvæmdaaðila líti betur úr. Því er sú matsáætlun sem kynnt er fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík óásættanleg með öllu.
Náttúruvaktin gerir eftirfarandi athugasemdir við tillöguna:
Laugavegi 166
105 Reykjavík
Reykjavík 1. febrúar 2007
Athugasemdir við tillögu að matsáætlun fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík. Ef raunverulega væri verið að fjalla um valkosti væri jarðlagnaleið skoðuð sem alvöru valkostur. Það er hins vegar ekki gert, heldur leitast við að benda á neikvæðar hliðar svo val framkvæmdaaðila líti betur úr. Því er sú matsáætlun sem kynnt er fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík óásættanleg með öllu.
Náttúruvaktin gerir eftirfarandi athugasemdir við tillöguna:
Ekki er gert ráð fyrir að leggja þessar lagnir í jörð nema að litlu leiti í einum valkostanna. Náttúruvaktin hefur ítrekað krafist þess að jarðlagnamöguleiki sé metinn á raunverulegum forsendum, þar á meðal lagt mat á þann virðisauka sem næst með því að sjónmengun sé enginn. Þá fyrst er hægt að líta á jarðlagnir sem raunverulegan valkost. Í skýrslunni stendur eftirfarandi: Sé eingöngu litið til sjónrænna áhrifa áendingartíma línanna væri það augljóslega góður kostur að leggja þær í jörð. En kostnaðar- og rekstrarlega er málið ekki svo einfalt.” Frá sjónarhóli Náttúruvaktarinnar er málið svo einfalt. Ef það er nauðsynlegt að velja ódýrasta kostinn sem veldur stórfelldri sjónmengun til að halda niðri orkuverði til stóriðjunnar verður að hækka orkuverðið. Það er lágmarkskrafa að orkuverð til stóriðju sé fullnægjandi til að hægt sé að fjármagna jarðstrengi til orkuflutninga.
Náttúruvaktin leggur til að þessum matsbút verði hafnað en að þegar í stað verði hafist handa við gerð umhverfismatsáætlunar fyrir allar fyrirhugaðar framkvæmdir á Reykjanesskaga sem tengjast stóriðjuáformum, þannig að almenningur geti áttað sig á umfangi framkvæmdanna. Með þeirri bútasaumsaðferð sem nú er viðhöfð virðist markmiðið það eitt að leyna fyrir almenningi umfangi og áhrifum fyrirhugaðrar stóriðju frá Þjórsá út að Garðskaga. Án slíkrar heildaráætlunar er markmiði laganna fjarri því fullnægt og almenningi því ekki gefinn lögboðinn möguleiki á að meta þá valkosti sem uppi eru um landnotkun á svæðinu.
Náttúruvaktin
- Af háspennulínum stafar gríðarleg sjónmengun og þær eru einstaklega ósmekklegar í annars lítt spilltu landi.
- Lagnaleiðir sem fjallað er um liggja um vinsæl útivistarsvæði höfuðborgarbúa. Áhrif hennar munu vera neikvæð fyrir útivistarupplifun fólks. Sama gildir um upplifun þess fólks sem á dagalega leið um svæðið eða kemur sem ferðamenn.
- Háspennulínur skaða ímynd landsins. Ekki hvað síst þegar fyrirhugað er að leggja þær í sjónlínu við fjölfarna vegi.
- Í jarðveg við háspennumöstur virðist safnast umtalsverð mengun bæði agnir og rafsegulsvið sem hugsanalega eru heilsuspillandi.
- Ekki er lagt mat á verðmæti lands sem rþrnar að gæðum með háspennulínulögnum, slíkt ber að gera þegar kostir loftlínu og jarðlagna eru bornir saman.
- Náttúruvaktin telur valkosti 1 og 2 á Hellisheiði þar sem lögð er til ný línulögn frá Bitru að Kolviðarhóli báða óásættanlega. Ekki fæst séð að verið sé að kynna hér tvo valkosti heldur tvær útfærslur á einum kosti.
- Loks ber að líta á þessa framkvæmd sem hluta af stærri áformum, framkvæmdum sem tengjast stóriðjuáformum á Reykjanesskaga. Því ber að skoða allar fyrirhugaðar línulagnir um Skagann í samhengi, þannig að fáist heildarmynd af áhrifum þeirra. Annað er óforsvaranlegt.
Náttúruvaktin leggur til að þessum matsbút verði hafnað en að þegar í stað verði hafist handa við gerð umhverfismatsáætlunar fyrir allar fyrirhugaðar framkvæmdir á Reykjanesskaga sem tengjast stóriðjuáformum, þannig að almenningur geti áttað sig á umfangi framkvæmdanna. Með þeirri bútasaumsaðferð sem nú er viðhöfð virðist markmiðið það eitt að leyna fyrir almenningi umfangi og áhrifum fyrirhugaðrar stóriðju frá Þjórsá út að Garðskaga. Án slíkrar heildaráætlunar er markmiði laganna fjarri því fullnægt og almenningi því ekki gefinn lögboðinn möguleiki á að meta þá valkosti sem uppi eru um landnotkun á svæðinu.
Náttúruvaktin
Birt:
2. febrúar 2007
Tilvitnun:
Náttúruvaktin „Athugasemdir við tillögu að matsáætlun fyrir háspennulínur frá Hellisheiði að Straumsvík - Náttúruvaktin“, Náttúran.is: 2. febrúar 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/matsaaetlun_haspenlinu_hellish/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 15. maí 2007