Ferskar kjötvörur hafa fengið tilkynningu frá Sláturhúsi KVH á Hvammstanga um innköllun á nautgripum vegna hugsanlegrar díoxínmengunar í kjöti af þeim. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að gripunum hafi verið slátrað í september 2010 og október 2010 og kjöt af þeim nýtt í framleiðsluvörur Ferskra kjötvara.

„Samkvæmt upplýsingum fyrirtækisins frá Matvælastofnun hefur mengun í þessum gripum ekki verið staðfest," segir ennfremur.Því hefur fyrirtækið ákveðið í varúðarskyni að innkalla frystivörur frá ákveðnu framleiðslutímabili. Á meðfylgjandi lista sést um hvaða vörur ræðir.

Íslandsnaut, frosnir hamborgarar 100g í öskju.
Best fyrir dagsetningar: frá 6. september 2011 til 21. október 2011

Íslandsnaut, Ekta ítalskt lasange (frosið)
Best fyrir dagsetningar: frá 6. september 2011 til 21. október 2011

Bónus borgarar - frosnir 120g í öskju  
Best fyrir dagsetningar: frá 4. október 2011 til 18. nóvember 2011

Birt:
9. febrúar 2011
Höfundur:
Einar Bergmundur
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Kjöt innkallað vegna hugsanlegrar díoxínmengunar“, Náttúran.is: 9. febrúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/02/09/kjot-innkallad-vegna-hugsanlegrar-dioxinmengunar/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: