2011 - Alþjóðlegt ár skóga
Sameinuðu þjóðirnar tileinka árið 2011 skógum að frumkvæði allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna. Markmið Sameinuðu þjóðanna með því er að auka vitund um sjálfbæra nýtingu, verndun og þróun í öllum gerðum skóglenda.
Sameinuðu þjóðirnar hafa úbúið sérstakt merki ársins sem hefur yfirskriftina Skógar fyrir fólk og á að endurspegla þá fjölþættu umhverfisþjónustu sem skógar veita.
Á alþjóðlegu ári skóga 2011 verða ýmsir viðburðir hér á landi til að vekja athygli á málefnum og mikilvægi skóga og skógræktar.
Upplýsingar um alþjóðlegt ár skóga er að finna á sérstakri vefsíðu Sameinuðu þjóðanna www.un.org
Birt:
6. janúar 2011
Tilvitnun:
Umhverfisráðuneytið „2011 - Alþjóðlegt ár skóga “, Náttúran.is: 6. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/07/2011-althjodlegt-ar-skoga/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 7. janúar 2011