Styrkur svifryks (PM10) verður undir mörkum fyrsta dags ársins í Reykjavík 2011. Hæst mældist hann á mælistöðvum 353 míkrógrömm á rúmmetra við Grensásveg og 226 við Blesugróf á miðnætti. Heilsuverndarmörkin á sólarhring eru 50 míkrógrömm á rúmmetra.

Loft er ferskt og tært í borginni í dag og bílaumferð hverfandi enda mældist vart loftmengun klukkan 14 í dag. Sennilega skutu borgarbúar upp færri flugeldum og sprengdu færri risatertur en undanfarin ár og veðurfar hjálpaði til við að hreinsa loftið skjótt og vel.

Til samanburðar má nefna að styrkur svifryks í Reykjavík mældist á nýársnótt 2010 hæstur 2.185 míkrógrömm á rúmmetra á mælistöð við Grensásveg. Nýársdagur 2010 var vel yfir sólarhringsmörkum eða 225. Nýársdagur 2011 er kjörinn til útivistar gangandi og hjólandi.

Ljósmynd: Flugeldar á Gamlárskvöld, Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
1. janúar 2011
Höfundur:
Gunnar Hersveinn
Tilvitnun:
Gunnar Hersveinn „Afbragðs loftgæði á nýársdag í Reykjavík“, Náttúran.is: 1. janúar 2011 URL: http://nature.is/d/2011/01/01/afbragds-loftgaedi-nyarsdag-i-reykjavik/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: