GjástykkiSveitarstjórn Þingeyjarsveitar leggst gegn samþykkt rannsóknarleyfis fyrir Landsvirkjun í Gjástykki. Tryggvi Harðarson sveitarstjóri hafnar því að með þessari afstöðu sé Þingeyjarsveit að leggja stein í götu frekari orkuöflunar í Suður-Þingeyjarsýslu.

Á fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar í gær var tekið fyrir erindi Orkustofnunar þar sem leitað var umsagnar sveitarstjórnar um ósk Landsvirkjunar um áframhaldandi rannsóknarleyfi í Gjástykki.

Í samþykkt sveitarstjórnar er lagst gegn samþykkt rannsóknarleyfis í Gjástykki til annarra en Þeistareykja ehf., sem Landsvirkjun á raunar meirihluta í, nema með sérstöku samkomulagi þar um. Tekið er fram að um sé að ræða rannsóknarleyfi í Gjástykki sem sé að hluta innan jarðarinnar Þeistareykja.

Myndin er af korti af háhitasvæðinu á Norðurlandi. Kort gert fyrir Landvernd af Guðrúnu Tryggvadóttur.Sveitarfélagið Þingeyjarsveit, sem eigandi jarðarinnar Þeistareykja, hafi framselt Þeistareykjum ehf., heimild til borana, rannsókna og nýtingar jarðhita í landi jarðarinnar Þeistareykja með samningi árið 1999.

Tryggvi hafnar því að með þessari afstöðu sé Þingeyjarsveit að leggja stein í götu frekari orkuöflunar í Suður-Þingeyjarsýslu.

Mynd frá Gjástykkir af vef Landverndar.
Meira um Gjástykki á Náttúrukortinu.

Birt:
13. ágúst 2010
Höfundur:
Ríkisútvarpið
Tilvitnun:
Ríkisútvarpið „Rannsóknarleyfi í Gjástykki hafnað“, Náttúran.is: 13. ágúst 2010 URL: http://nature.is/d/2010/08/13/rannsoknarleyfi-i-gjastykki-hafnad/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: