Á blaðamannafundi sem ríkisstjórnin boðaði til kl. 16:30 og stendur enn yfir lýsti hún því yfir að það væri ásetningur ríkisstjórnarinnar að vinda ofan af einkavæðingu í orkugeiranum og tryggja að orkufyrirtæki séu í eigu opinberra aðila. Þetta voru orð Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra á blaðamannfundinum nú rétt áðan. Hún mun skipa nefnd sem á að rannsaka einkavæðingarferli Hitaveitu Suðurnesja og gera lögfræðilega úttekt á lögmæti þess að Magma Energy hafi keypt HS Orku í gegnum skúffufyrirtækið Magma Energy Sweden AB. Nefndin á að skila niðurstöðu um miðjan ágúst. Sjá nánar á visir.is.

Birt:
27. júlí 2010
Uppruni:
Vísir.is
mbl.is
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Ríkisstjórnin lýsir yfir vilja til að vinda ofan einkavæðingu í orkugeiranum“, Náttúran.is: 27. júlí 2010 URL: http://nature.is/d/2010/07/27/rikisstjornin-lysir-yfir-vilja-til-ad-vinda-ofan-e/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: