Kalkþörf líkamans eykst á meðgöngutímanum, sér í lagi síðustu þrjá mánuðina. Kalk fæst úr mjólk og mjólkurafurðum og svo úr korni, grænu grænmeti, möndlum, sesamfræi, sólkjörnum og fleiru, það kalk ný tist sérlega vel. Ef þú vilt ekki eða getur ekki drukkið venjulega mjólk er til sojamjólk fyrir þá sem fella sig við bragðið, eða þú getur lagað þína eigin sojamjólk og valið það bragð sem þú vilt.

Mjólkurneysla hefur minnkað til muna síðari ár. Það stafar trúlega af fjölbreyttari matarvenjum með nýrri kynslóð, sem að auki drekkur gos- og kóladrykki í stað mjólkur, og deilum manna um gæði kúamjólkur. Sumir telja hana bestu vörnina gegn beiný ynningu, aðrir telja hið gagnstæða og benda gjarnan á að þar sem beiný ynningarvandamálið sé verst sé mest drukkið af mjólk. Svo eru það þeir sem telja kúamjólk einungis fyrir kálfa.

Prófessor Ake Bruce við sænska matvælaeftirlitið bendir á að nýjar rannsóknir sýni í samræmi við það sem áður var talið að mjólkurafurðir séu alhliða, næringarríkur matur og innihaldi að auki meira joð og meira selen en talið var, auk B12. Mjólkurþamb er þó engum hollt. Mjólkin eykur sumum ofnæmi, hjá öðrum orsakar hún hægðatregðu ef þess er ekki gætt að borða trefjaríka fæðu. Ef börn drekka mikla mjólk tekur hún of mikið rými í maga þeirra og minnkar lyst á öðrum mat, en það getur leitt til efnaskorts og jafnvel blóðleysis því of mikið kalk hamlar upptöku járns. Ekki er óvenjulegt að brjóstabörn fái ofnæmi og magakveisu af mjólkurneyslu mæðra sinna.

Sjálf held ég að eitthvað í nútíma meðhöndlun mjólkur eigi sök á sumu því sem mjólkinni er kennt um. Hér áður fyrr fengu kþrnar fóður ræktað í lífrænum jarðvegi, gras og hey, eins og þeim er ætlað frá náttúrunnar hendi, og mjólkin var drukkin eins og hún kom af kúnni. Í dag eru kþrnar að hluta til fóðraðar af svokölluðu kjarnfóðri, þar sem hámarks afurða- eða framleoðslugetan stýrir ferð og mjólkin er bæði gerilsneydd og fitusprengd. Sú aðgerð ein er afar harkaleg og hefur m.a. áhrif á yfirborð prótínagna mjólkurinnar og skemmir CLA (conjugated linoleic acid) fituna í mjólkinni, en hún er talin mikilvæg fyrir sellurnar í kollinum á okkar.

Hvað næringu varðar hlýtur mjólkin að vera best beint úr heilbrigðum kúm. Þá er hún hvorki fitusprengd né gerilsneydd. Víða hefur aukist aðgengi að ógerilsneyddri mjólk, þótt sitt sýnist hverjum um það. Barnshafandi konum er ráðlagt að drekka ekki ógerilsneydda mjólk.

Tekið úr bókinni Upphafið - Bréf til þín frá ljósunni þinni.
Bókin fæst hér á Náttúrumarkaðinum.

Birt:
7. janúar 2008
Höfundur:
Hulda Jensdóttir
Tilvitnun:
Hulda Jensdóttir „Kalk“, Náttúran.is: 7. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2007/07/10/kalk/ [Skoðað:22. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 10. júlí 2007
breytt: 7. janúar 2008

Skilaboð: