Framtíðarlandið og Hugmyndaráðuneytið halda opinn fund miðvikudagskvöldið 26. ágúst kl 20:00. Fundurinn fer fram í Hugmyndahúsi Háskólanna, Grandagarði 2 (Gengið inn hjá Té & Kaffi).

Tilgangurinn er að kynnast því sem aðrir hópar eru að gera og kanna hvort hægt sé að samnýta kraftana til að koma góðum málum áleiðis í samfélaginu. Framtíðarlandið mun á fundinum kynna sig og sín stefnumál. Kynnt verða þau verkefni sem félagið hefur komið að og það
sem eru efst á baugi núna; þ.e. Náttúrukortið, Hver á orðið, Græna hagkerfið og starf atvinnulífs- og orkuhóps. Einnig verður sagt frá samstarfsverkefni grasrótarinnar sem Hugmyndaráðuneytið hefur einnig komið að.

Stjórn Framtíðarlandsins hvetur alla félaga gamla sem nýja til að mæta.

Sjá Náttúrukortið.

Birt:
18. ágúst 2009
Tilvitnun:
Hrund Skarphéðinsdóttir „Framtíðarlandið fundar með Hugmyndaráðuneytinu“, Náttúran.is: 18. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/18/framtioarlandio-fundar-meo-hugmyndaraouneytinu/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: