Landið undir ísnum kortlagt
Til stendur að kortleggja í smáatriðum landslag á Suðurskautslandinu í fyrsta sinn. Hópur rannsóknarmanna er á leið sinni til Suðurskautslandsins þar sem þeir hyggjast eyða fjórum árum í að kanna landið sem liggur falið undir íshellu.
Ómsjár verða notaðar til verksins og vonast er til að kortleggja samsetningu jarðvegsins undir ísnum. Til að gefa einhverja hugmynd um stærð svæðisins þá er það á við hálf Bandaríkin.
Rannsóknin kostar 3 milljónir punda og er fjármögnuð af Bretum, Áströlum og Bandaríkjamönnum. Niðurstöður hennar munu hjálpa vísindamönnum að skilja hvernir loftslag jarðar hefur breyst á undanförnum þúsöldum og spá fyrir um breytingu á sjávarmáli.
Ísinn á Suðurskautslandinu er talinn vera um 5 km þykkur þar sem hann er þykkastur.
BBC greindi frá.
Birt:
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Landið undir ísnum kortlagt“, Náttúran.is: 29. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/11/01/landio-undir-isnum-kortlagt/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 1. nóvember 2008