Green Cross International - Græni krossinn var stofnaður árið 1993 af Mikhail Gorbachev eftir ráðstefnu Sameinuðu Þjóðanna um umhverfismál í Rio de Janeiro árið 1992. Aðalstöðvar Græna krossins eru í Genf í Sviss. Hugsjón Græna krossins er að skapa sjálfbæra framtíð með því að skapa jafnvægi á milli manns og náttúru og manna á meðal. Græni krossinn beitir sér m.a. fyrir því að Sameinuðu Þjóðirnar geri alþjóðlegan samning er tryggi jafnan aðgang allra jarðarbúa að hreinu vatni. Slíkt eru talin sjálfsögð mannréttindi.

Samtökin reyna að koma í veg fyrir átök vegna vatnsauðlinda, þau vinna að því að draga úr áhrifum vígbúnaðarkapphlaups og þau standa vörð um Jarðarsáttmálann (Earth Charter) sem eru umgengnisreglur fyrir mannkynið gagnvart jörðinni. Starfsemi Græna krossins er útbreidd í 21 landi og meira má sjá á vef samtakanna:

Birt:
25. júní 2011
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Green Cross International“, Náttúran.is: 25. júní 2011 URL: http://nature.is/d/2007/05/11/green-cross-international/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. maí 2007
breytt: 25. júní 2011

Skilaboð: