Vegakerfi Íslands þakið fimm sinnum með pappír
Í nýjasta fréttabréfi FENÚR (Fagráð um endurnýtingu og úrgang) kemur fram, að ársskammtur Íslendinga af dagblöðum og auglýsingapósti dugar til þess að þekja vegakerfi landsins rúmlega fimm sinnum. Árið 2006 tóku 17 heimili þátt í mælingum á magni pappírs sem berst inn um póstlúgur landsmanna. Niðurstaða verkefnisins var sú, að um 176 kg af dagblaðapappír og auglýsingapósti barst að meðaltali inn á hvert heimili á árinu. Þar af eru um 32 kg auglýsingapóstur en 144 kg eru dagblöð.
Þetta er 76% meira magn heldur en barst inn á heimilin árið 2003. Öllum þessum pappír fylgir umtalsverður kostnaður fyrir sveitarfélögin sem bera ábyrgð á því, að losa íbúana við úrganginn.
Birt:
23. maí 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Vegakerfi Íslands þakið fimm sinnum með pappír“, Náttúran.is: 23. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/21/vegakerfi-slands-aki-fimm-sinnum-me-pappr/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. maí 2007
breytt: 23. maí 2007