Vatnsvika 4.-13. apríl
22. mars síðasliðinn var alþjóðlegur dagur tileinkaður vatni; Dagur vatnsins. Af því tilefni standa Orkuveita Reykjvaíkur, UNICEF, og valdir veitingastaðir fyrir svo kallaðri Vansviku dagana 4.-13. apríl. Í Vatnsvikunni gefst viðskiptavinum veitingahúsa tækifæri til að greiða fyrir það vatn sem þeir drekka í þágu góðs málstaðar. Auk þess stendur þeim til boða að greiða hærri styrki í gegnum veitingareikning sinn.
Hvert rennur söfnunarféð?
Söfnunarféð rennur til vatnsverkefna UNICEF um allan heim. Samtökin vinna að því í yfir 90 löndum að auka aðgang barna að vatni enda skiptir heilnæmt vatn sköpum fyrir lífsviðurværi barna sem búa við bág kjör.
Birt:
6. apríl 2008
Tilvitnun:
Orkuveita Reykjavíkur „Vatnsvika 4.-13. apríl“, Náttúran.is: 6. apríl 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/05/vatnsvika-4-13-april/ [Skoðað:22. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 5. apríl 2008
breytt: 6. apríl 2008