Mislingar eru veirusýking og henni fylgir oft útbrot og hár hiti. Meðferð með jurtum beinist að því að slá á háan hita (sjá kafla um hita) og kláða. Gegn miklum kláða er gott setja ferskan haugarfa í baðvatnið eða baða húðina með tei af ferskum haugarfa. Gott er að baða sár og viðkvæm augu með augnfró eða kamillu tvisvar til þrisvar á dag. Jurtir sem styrkja ónæmiskerfið eru hvítlaukur og sólblómahattur og þær ætti að gefa barninu frá fyrsta degi til þess að sporna gegn annarri sýkingu sem oft er fylgifiskur mislinga.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Mislingar“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/mislingar/ [Skoðað:22. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: