Í tilkynningu frá Almannavarnadeild Ríkislögrelgustjóra segir:

Lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefur í samráði við Veðurstofuna lýst yfir viðbúnaði á norðanverðum Vestfjörðum vegna snjóflóðahættu. Sérstaklega er verið að horfa til ástands snjóalaga á Ísafirði, Bolungarvík og við helstu umferðaræðar: Eyrarhlíð, Óshlíð, Kirkjubólshlíð og Súðavíkurhlíð.

Íbúar Bolungarvíkur, Hnífsdals og Súðavíkurhrepps, sem ekki eru komnir til síns heima, eru hvattir til að flýta heimför sinni vegna aukinnar hættu á snjóflóðum á vegi.

Á vef Veðurstofunnar eru upplýsingar um ofanflóð

Birt:
23. október 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Viðbúnaður vegna snjóflóðahættu“, Náttúran.is: 23. október 2008 URL: http://nature.is/d/2008/10/23/viobunaour-vegna-snjoflooahaettu/ [Skoðað:15. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: