7. A. Fyrst þú ræður mér ekki frá hjúskapnum, þá muntu ekki ráða mér frá búskapnum.    B. Rétt getur þú til þess, því það er aumingjaháttur og óráð að vilja kvongast til að ala börn í annarra manna húsum. Hver maður á að ráða fyrir konu sína og börn en það má hann ekki hvar hann er annarra hjú.8. A. Hér eru allar jarðir byggðar og mun enginn vilja leggja af sér af ábýli sínu við mig. Gefðu mér ráð það, sem tiltækilegast sé svo sem nú stendur á högum mínum.    B. Það er hægt að gjöra því þér gengur gæfan í greipar. Kóngur vor sendi hingað í land, nú í ár, mikla réttarbót ný bælingum. Hún hljóðar svo. Hlustaðu til: 1) Noregs, Vinda og Gauta kóngur, hertogi í Slesvík, Holstein, Stormaren og Ditmersken, greifi í Oldenborg og Delmenhorst, gjörum öllum vitanlegt að vegna þess oss er við ýmisleg tækifæri allra undirdánugast frá því skýrt að Ísland innbyggjarar séu nú á þessum tímum mjög fækkaðir, að margir bæir, já heilu smáhéruð, sem fyrrum hafa byggð verið, og ekki síður aðrar víðlendur, sem byggjast kunna, liggja í auðn til lítilla eða engra nytja, viljum vér hér með allranáðugast veitum þeim ýmisleg fríheit, sem hér eftir kunna að setja þar á landinu bú á eyðijörðum, og framvegis gjörum þar til þessa skipan, sem eftir fylgir.   1) Nýbýlalögin, en það nafn hlaut þessi tilskipun síðar, vor dagsett og útgefin 15. apríl 1776. Nærtæk fræðsla um tildrög þeirra og árangur er í Sögu Íslendinga VII (1940), 252 og áfram, eftir Þorkel Jóhannesson.

I

Hver sem vill taka sér til bústaðar bæ eða pláss, á þeim stóru víðlendum í byggðum héruðum, sem lítikka eða engra nytja liggja í órækt, skal lýsa því í Alþingisbókinni, svo það verði kunnugt. En þeir sem kunna hafa, eignarrétt til þvílíks jarðaparts skulu vera skyldugir til að auglýsa það fyrir þeim amtmanni í hvers amti jörðin liggur, ei seinna en á næsta Alþingi, ef þá eru meira en þrír mánuðir eða nærri fjórir frá því að lýsingin var birt í Alþingisbókinni. Nú ef að enginn kemur fram á tilteknum tíma, sem þykist hafa rétt til þessarar eignar, skipar amtmaður þeim sýslumanni, sem þar á í hlut, með tilteknum fjórum réttsýnum og skynsömum dánumönnum að skoða landið og með reglugerð afgreiða honum það, sem fyrstur gaf sig fram, með svo mikilli víðlendu sem hóflegum bæ sýnist nauðsynlegt vera.

II

Til slíkrar gjörðar stefnist altíð næstu bæja eigendur, þegar þeir eru innanlands, ellegar þeir sem þar búa, svo að þeir megi reyna hvað þanninn afgreiðist til byggingar. Komi enginn þessara eða ekki allir þá haldi menn samt gjörðinni fram og hafa þeir eignarmenn engan rétt til að átelja síðan, sem ekki komu þá þeir voru löglega stefndir. Nú mætir einhver þeirra og ber það fram, að fyrir byggingu þessarar ný lendu liði sín jörð skaða og landkreppu á úthögum, beitilandi og slægjum, sem henni sé þó reiknað til dýrleika og skulda. Þá skal sýslumaður og hinir tilteknu menn þegar í stað gjöra grein á því hvort nokkuð af því landi, sem af því var, heyri honum til með réttu og sanni, eftir dýrleika og skuldum hans jarðar. Finni þeir það ekki þá skal gjörð þeirra til lykta leiðast og gilda. Það mest ekki fyrir nokkurn ser í lagi eigindóm þó að nánustu byggðarmenn hafi lagt það í vana að reka pening sinn í það landpláss á meðan og vegna þess það lá í eyði, þar það er að álíta sem almenning, til hvers sem menn áður hafa hagnýtt sér það, svo að þar skal eigi að síður gjöra grein á hvort þar er ekki nóg rúm fyrir nýjan bólstað og sambeit. Því það er ekki nóg rúm fyrir nýjan bólstað og sambeit. Því það er vor allranáðugasti vilji að landið skuli ekki, fyrir misbrúkan, í auðn liggja.

III Komi nokkur fram með vafalausan eigindómsrétt 1) til landsins, fram fer þó eftir amtmanns fyrirsögn sú gjörð, sem áður er sagt. Finni þá sýslumaður og tilteknir menn að úthaginn liggi ónýtur án nokkurs sérlegs gagns en kunni þó gefa hagkvæmd og nóg rúm fyrir eitt nýtt býli, þá skal þar býli setja þó svo að eigandinn haldi sínum rétti að reisa þar bæ og líka semja við þann sem býlið tekur, eftir lögum og sanngirni, um landskuld og leignagjald ef að hann vill kvígildi fá, 2) því án þess má ekki þrengja honum til að taka þau. En þá skal eigandinn gangast undir það að hefja þar bygging fyrr en árið er liðið. Nú vill hann ekki, eða megnar ekki að koma þessu til leiðar og vill samt áður ekki selja þennan jarðarpart ný byggjaranum, fyrir sanngjarnlegt verð, þá skal samt afgreiða landið þeim sem fyrst gaf sig fram að vilja byggja það, sem þá byggir sjálfur bæ sinn með þeim fyrirheitum, sem vér viljum allranáðugast unna slíkum ný byggjurum og hér etir verða talin þó að órenktum eignarréttti eigandans. 1) eigindómsréttur: fasteignaréttur, sbr. dö: ejendom. Beitarréttindi byggðarmanna í almenningum (Jónsbók, útg. 1904, 185, 193) skyldu samkvæmt þessu varla metin sem hindrun ný býlistofnunnar: ,, Það mest ekki fyrir nokkurn sér í lagi eigindóm.’’
2) leignagjald (leigutaxti) ef ný býlingur ,,vill kvígildi fá’’ og greiða leigu. Orðið kvígildi var oft ritað Qviildi og hefur rang prentast Qvilldi í útg. 1780, leiðréttist hér.

IV

Komi nokkur fram með það hann vilji taka að sér býli í afréttar almenningum og óbyggðu víðlendi upp til fjalla skipar amtmaðurinn menn til gjörðar, sem fyrr er sagt, þegar því hefur áður verið lýst í Alþingisbókinni, hvar til sýslumaðurinn lætur stefna eignarmönnum eður búendum þeirra bæja, sem næstir liggja slíkum óbyggðum, ef mætti ske að nokkrir af þessum bæjum ættu þar með réttu eitthvert ítak, svo þeir sjá megi hvað mikið land er ánafnað til ný lendunnar, hvar eftir sýslumaðurinn, með þeim tilteknu mönnum, ákvarðar og mælir það land, sem slíku býli má nægjast bæði til túns og haglendis, og það sama á ánafnaða land uppskrifar hann nákvæmlega, etir þess stærð og landamerkjum.

V Með bæjarbygginu í þeim héruðum, sem frá fyrri tímum hafa legið í auðn og kaldakoli, fari sem áður er mælt um afgreiðing, mæling og uppskrift hvað snertir stærð og landamerki, að því fráteknu að ekki þarf svo löngu fyrirfram að lýsa því í Alþingisbókinni, sem virðist óþarfi, því þess er ekki að vænta að nokkur maður kunni að eigna sér það sem hann væri eigandi eða erfingi þess, eftir svo langan tíma, heldur má það teljast yfirgefin eign og engis manns eiga og þess vegna dugir þar ekkert tilkall eða mótmæli. Sá sem þá vill taka sér bólfestu í slíkum auðnum lætur amtmannin vita það, hver er sér fyrir því að sýslumaður gjöri það um löglega, sem áður er mælt. Þó viljum vér, til frekari örvunar í þessu, allra náðugast hafa eftirlátið að þegar einhver, vegna langrar yrkingar eða annarra orsaka, meinar sig hafa nokkra tiltölu til þessarar jarðar, í byggðum eða utan þeirra, sem legið hefur í eyði um löghefðartíma eða lengur, að þeir, eftir þessari fororðningu, megi fremur njóta réttar til þeirra lendna þegar þeir vilja reisa byggð á þeim ef að þeir gjöra það síðan í tíma.

VI Þegar nokkur landspartur er þannig ákvarðaður og mældur til ábýlis fær sýslumaður amtmanninum útskrift af þeirri gjörð en amtmaðurinn gefur ný byggjaranum bygingarbréf. Gjörðinni skal lýsa á þingi og skal hún þá í allan máta álítast og gilda fyrir fulla heimild.

VII Allar þessar afgreiddu lendur skulu nákvæmlega upp skrifast, sem áður er mælt, að stærð og landamerkjum svo það verði varast að slíkur bóndi færi út landamerkin sín umfram það sem honum er afgreitt. Ekki heldur má honum meira afgreiðast en með rækt og þrifnaði þarflegt má virðast góðum, hóflegum miðlungsbúnaði en síður svo mikið víðlendi að hann kunni að setja þar niður aðra bændur ellegar eftir lyst sinni láta það liggja óræktar. Heldur skal það sem hann þarf ekki með verða öðrum að gagni sem eftir á kunna að gefa sig til að vilja reisa þar bæ, bæði vegna þess að það er gagnsamlegra til sambjargar á afviknum stöðum að hafa nágranna en vera í einbýli og líka hins að enginn má hafa meira land undir en mátulegt sé fyrir hans jarðarhæð. Nú kemur það upp að undirhyggja hafi brúkuð verið þegar afgreiðsla skeði, þá skal hún síðan ekki gilda þegar seinna er löglega átalið.

VIII Þeir fjórir dánumenn, sem í fyrstu grein eru nefndir til að skoða og afgreiða landið, viljum vér allra náðugast, í tilliti til þessarar gjörðar sér í lagi, skuli fyrirfram takast í löglegan eið að þeir vilji þar í fram fara, skoða, afgreiða og álykta sem þeir best vita og sem þeir skynja réttast og sannast vera. Fyrir gjörðina og ferðina til plássins fær hver þeirra 40 skildinga kúrant á dag þegar land er útgreitt til ný byggis. En þegar ekki verður af því þá 20 skildinga fyrir hvern dag, sem þeir þurfa til ferðarinnar fram og aftur. Sþslumaðurinn fær fyrir hverja slíka gjörð, að útskriftinni meðreiknaðri þegar ný býli er afgreitt, 3 ríkisdali kúrant og þar að auki betaling fyrir ferðina áfram, 1 ríkisdal fyrir hvern dag, eður þingmannaleið. En þegar ekki verður af því að ný býli sér útgreitt fær hann aðeins betaling fyrir reisuna fram og aftur, eftir fyrri tiltölu. Viljum vér allra náðugast láta vísast hlutaðeigendum til þessara launa þegar amtmaðurinn í því plássi auglýsir það voru Vestindiska-guíneiska rentu og general-tollkammeri 1) að slík gjörð hefur fram farið eftir þeim máta, sem vér höfum fyrirsagt. 1) Jafnan hafa Íslendingar síðan stytt þetta lögheiti stjórngeildarinnar, sem umsjón hafði með skattlöndum og hjálendum konungs, og nefnt hana Rentukammerið. Um elsta skeið þess sjá Sögu Íslendina V (1942), 202-204) Hinar vesturindisku Jómfrúareyjar, sem upphaf lögheitis þessa bendir til, seldi Danmörk Bandaríkjunum árið 1917: þær liggja austur af Puertorico. Danakonungar slógu líka eign sinni á 3 hafnarstaði á Gullströnd Mið-Afríku: Christiansborg (nú Accra), Augustenbor og Fredensborg en seldu þær Bretlandi 1850. Orðið guíneisk kennir rentukammer við þá gullpeningaströnd; eyjar í norlægum höfum   voru lítilvægari í stjórnarefnum.

IX Þeim sem taka sér ábýli og byggja þar bæ í mannabyggðum viljum vér allra náðugast veita að þeir séu fríir frá skatti og tíund í 20 ár. Deyi þeir fyrir þann tíma njóta þeirra ekkjur eða aðrir erfingjar sömu fríheita, allt þar til 20 ár eru úti, hvort sem þær gifta sig eður ekki, og hafi enginn neinn sérlegan eignarrétt til landsins verður þar að auki þessi ný byggða jörð, með því landi sem þar er til lagt, ábúandans óðal og eign.

X Eigi annar maður landið skal sá sem þar byggir vera frí fyrir skatti og tíundum alla sína lífstíð, eins ekkja hans eftir hann svo lengi sem hún lifir og þeirra son eða dóttir hafi rétt og tilkall fram yfir aðra að búa á þeim bæ ef þau eru þar til dugleg. Fyrir landskuld og útsvari skal ný byggjarnir vera frí í 3 ár ef að landsdrottinn heftur haft kostnað fyrir bæjarbyggingunni. En hafi ný byggjarinn kostað sjálfur þar tilskal hann vera landskuldar- og útsvarsfrí 10 ár og þá skal á jörðina setjast sanngjarnleg landskuld, eftir hennar gæðum. Þetta er hið sama á og svo að skiljast um fjarlæg beitarlönd og afréttir, sem tilheyra einhverjum garði eða kirkju. En ef að landið heyrir sjálfum oss til þá njóti ný byggjarinn, þegar hann hefur kostað fyrir byggingu hins nýja bæjar, auk tiltekinna fríheita fyrir sig, ekkju sína og börn, einnig fríunar frá landskuld og útsvari í 20 ár, og deyi hann áður fylgja þau fríheit ekkju hans þar til að 20 ár eru liðin.

XI Þeir sem setja bú og byggja bæi í afréttum, sem ei eru sér í lagi nokkurns manns eign, ellegar í eyddum og yfirgefnum byggðum, séu fríir frá skatti og tíundum, bæði þeir og þeirra ekkjur, eftir IX art., samt njóti jarðarinnar til óðals og eignar fyrir sog og sína erfingja.

XII Allir slíkir ný byggjarar skulu annars vera skyldir til að hlaða forsvaranlegar girðingar, bæði kringum túnin, sem þeim hafa verið afgreidd, líka í kringum, hina landeignina svo mikið sem þeir orka, þar að auki með allri kostgæfni ryðja og rækta jörðina. Skal sýslumaður jafnlega komast eftir því hverninn það til gangi. Og láta síðan amtmanninn fá það að vita. Finnist nokkur dofinn og hirðulaus skal það auglýsast voru Vestindíska og guíneiska rentu- og general-tollkammerí, þá slíkur maður má vænta, eftir málavöxtum, að missa þeirra fríheita sem honum voru gefin, og að jörðin verði fengin öðrum duglegri manni til ábúðar.

XIII Amtmaðurinn, sem hér á hlut að, á árlega að láta vort Vestindíska og guíneiska rentu- og general- tollkammer vita hvað framgengt verður um þessa ný byggjara, einnin hver torveldni, hindranir og mótmæli þessu kunna að mæta, svo hann geti eftir ásigkomulagi fengið vora allranáðugustu úrlausn, svo sem vér allranáðugast viljum vera forhugsaðir enný á framar með tíðinni að styrkja og styðja þetta uppátæki með slíkum réttarbótum, sem finnast megi þarflegar eftir þeim kringumstæðum, sem hvað eftir annað sýna sig, og því gagni, sem þar má af vænta. Hvar eftir allir og sérhver hlutaðeigandi eiga sig að rétta.

Gefið á voru sloti Christiansborg í vorum
konunglega residentsstað Kaupmannahöfn
15. apr. 1776
Undir vorri konunglegu hendi og signeti

Christian R
(L. S.)

Önnur fororðing
um garða og þúfnasléttun
með fleiru áhrærandi jarðyrkjun á Íslandi 1)

1) Um þessa tilskipun frá 13. maí 1776 ,,jarðræktarlögin’’ er fjallað í Sögu Íslendinga VII (1940), 245-52. En framkvæmd laganna varð að litlu, m.a. vegna móðuharðindanna er hófust 1783. Oft sést í hana vitnað sem ,,þúfnatilskipunina’’ án þess að þúfum á Íslandi fækkaði í heild.

Vér Christian sá sjöundi, með Guðs náð, kóngur til Danmerkur etc, gjörum öllum vitanlegt að þar eð vér, eins og vorir háloflegu feður, jafnan höfum borið alla föðurlega áhyggju fyrir að Íslandi mætti upphjálpast og vorra þarbúandi kæru og hollu undirsáta kjör betrast og þess vegna látið kostgæfilega eftirgrennslast þeim orsökum, er því kynnu að vera hindrunar, sem og skipað að finna upp á þau meðul með hverjum það kynni að viðréttast og komast aftur á fætur.
Svo hafa, ásamt öðrum hindrunum, þessar verið allra undirdánugast til kynna gefnar: að túnin á þeim flestu jörðum þvert á móti landslögum eru án girðinga og mörg þar að auki full af þúfum, hvað hið fyrr er skuld í að þau verða ei án stærsta ómaks varin meðan á grasvextinum stendur, en á öðrum tíðum troðast þau niður og yfirríðast af nautpeningi og með hestum. Hitt annað, það er að skilja þúfurnar, útheimtir jafnaðarlegan og mikinn áburð og gefur þó eigi soddan ávöxt og gagnsemi, þar sem til svara kynni, vegna þess þær liggja meira en sléttlendið við frosti og stormum, hvar af þær losna, blása upp, moldin í þeim deyr og þær verða mosavaxnar ef þær fá eigi iðulegan áburð. Hér að auk verður bóndinn að eyða ferföldum tíma og erfiði til að slá grasið af þeim og milli þeirra, hvað allt gjörir hans heyskap mæðu- og kostnaðarsaman og þess vegna spillir hans áburði, tíma og erfiði. Þar nú tilbærilega yrkja og notkun jarðarinnar er grundvöllur og stofn undir hvers eins lands velmegan en hennar forsómun þar á móti til þess vanmáttar og þurrðar, svo höfum vér álitið það yfrið nauðsynlegt, til jarðyrkjunnar sönnu betrunar og uppreistar, hér með allranáðugast að tilskipa og bjóða sem eftir fylgir:

I

Í kringum alla bæji og tún, hvort sem á bæjunum búa bændur eða embættismenn, andlegir eða veraldlegir, þar sem annaðhvort engar eða eigi fullkomlega góðar girðingar eru upp settar, skulu hér eftir allstaðar, sem því verður við komið, byggjast forsvaranlega háir garðar af steini svo að fullvaxinn maður geti gengið á garðinum af fram og aftur án þess að nokkur steinn hrynji úr honum. Þesskonar garður skal vera að minnstu 2 álna hár og sem framast mögulegt er leggjast beint áfram.

II

Ef svo hagkvæman og flatan stein er eigi að fá skulu garðarnir hlaðast af grastorfi eða hnausum, 2 ½ alin þykkir neðan til en ávalir og mjóir að ofan til. Þessir garðar skulu hlaðast án nokkurs steins á milli laganna (nema eitt lag neðst á hvora hlið ef stein er að fá) með grasrótinni snúandi út til beggja hliða og allt í kring, hvar með garðarnir eigi einast að verða varanlegir svo að þeir með lítilli aðgjörð geta allt afstaðið, heldur og innan skamms tíma aftur gjalda það erfiði sem fyrir þeim hefur verið haft, þar þeir strax á fyrsta ári eftir að þeir eru hlaðnir bera gott gras þegar grasrótin er nokkurn veginn góð. Þessir garðar eiga að vera 1 ½ alin háir, eftir að þeir hafa sigið.

III

Þar sem jörðin er blaut ellegar eigi nógu föst og þétt til að bera steingarðaþunga svo að uggvænt væri að þeir kynnu að sökkva eða hrynja niður, þar eiga á slíkum blautum stöðum nokkur stykki af garðinum heldur að hlaðast upp af grastorfi eða hnausum á þann hátt sem art. II fyrr segir, jafnvel þó þar annars sé færi á að hafa góðan stein.

IV

Þar sem jörðin er góð og föst skal stingast út veita eða gröf fyrir utan garðinn ¼ álnar djúp á ská niður og út að ¾ (úr) alin frá garðinum. Ef jörðin er blaut og mýrarkennd skal veita vatninu frá með gröf eða rennu 1 álnar djúpri eða meira ef með þarf. En sú renna á eigi að grafast með eða rétt hjá garðinum að grundvöllurinn eigi veikist þar af og garðurinn falli niður, heldur út að í þá átt hvar vatnið hefur best afrennsli.

V

Hver einn skal vera skyldugur að hlaða árlega 6 faðma af steingarði eða 8 faðma af moldargarði fyrir sjálfan sig og eins mikið fyrir hvern verkfæran karlmann, sem hann hefur sér til vinnu. En ef hann hleður fram yfir þetta ákvarðaða mál skal hann af þeim höfuðstól eða summu, sem vér viljum allranáðugast ætla hér til, fá til upphvatningar fyrir slíka sína vinnusemi, fyrir hvern faðm af steingarði 16 sk. og af moldargarði með grassverði lögðum allt í kring 12 sk. danska í kúrant, hver skenkur 1) þó einasta er handa bæjarstandinu og þeim af prestastandinu, sem hafa þau allra fátækustu prestaköll. Fyrir annars slags garða af steini eða mold gefst enginn skenkur, eigi heldur ef eigi allt, bæði það ákvarðaða mál og hvað þar framyfir er hlaðið, er svo á sig komið sem hér að framan allranáðugast er upp á boðið.

1) Skenkur: framlag til verðlauna (ríkisfjárveiting)

VI

Ef ómögulegt kynni reynast að fá annaðhvort hentugan stein eða grastorf til slíkra garða, sem hér eru tilskipaðir, má í þeirria stað grafast árlega kringum túnið eins langt og áður er um garðanna sagt, hver gröf eða skurður skal vera í það minnsta 1 alin djúp og að ofan verðu 1 ½ alin breið en á botninum ¾ álnar breið. Allri þeirri moldu, sem þar upp úr er grafin, skal kasta upp á þann grafarbarminn, sem er inn að túninu, svo hátt og bratt, sem hún mögulegast legið getur. En þar slík girðing ei verður mjög varanleg og jafnaðarlega útheimtir erfiði og aðgjörð, svo má hún heldur eigi brúkast nema á þeim stöðum hvar reynast kynni öldungis ómögulegt að fá annaðhvort grastorf eða steina, hvað þá með lögformlegri skoðun og eftirliti á sjálfum staðnum, af viðkomandi sýslumanni með tilteknum skynsömum mönnum, á að metast og afgjörast.

VII

Þar sem garður verður milli bæja og túna, þar á hann að hlaðast með sameiginlegu erfiði af jafnmörgum og duglegum mönnum frá hverju af slíkum nábýlum svo langt sem þeirra tún liggja saman. En sá af þeim sem best kann að halda garð eða best vill láta hlaða hann skal standa fyrir verkinu og honum því hlýða.
Ef alfaravegur liggur þar um þá kosta þeir báðir hlið þar fyrir og halda því við makt. Hliðið á að vera forsvaranlegt og hanga svoleiðis á járnhjörum að það ljúkist aftur af sjálfu sér.

VIII

Það skal vera hreppstjórans skylda, þó eftir sýslumannsins tilsjón, að aðgæta að garðarnir verði árlega svo langt og forsvaranlega hlaðnir, sem sagt er, og þeim síðan tilbærilega við haldið, hvers vegna þeir eiga að skipta hreppnum eða sveitinni sín á milli, með sýslumannsins samþykki, og líka á þeim í landslögunum tilsetta tíma allir til samans eftir sjá í sveitinni hvort og hvernig sú tilskipaða garðahleðsla og viðhald sé sett í verk. Finnist þá brestur á einhverju þar við, skal sá sakbitni gjalda fyrir hvern garðfaðm, sem annaðhvort vantar eða eigi er forsvaranlega hlaðinn, eftir þessari tilskipun, ellegar og eigi er tilbærilega við haldið, 10 sk. til sveitarkassans, sem hreppstjórarnir strax skulu upp taka hjá honum, og hann þar að auk vera skyldugur á næstkomandi ári að hlaða upp það sem brast, auk þess sem hann annars á upp að hlaða. Ef þá enn vantar nokkuð á gjaldi hann fyrir allt það sem áður er sagt. En finnist slíkur brestur hjá honum í þrjú samfelld ár svari hann sömu bótum og þar að auki byggist honum úr af jörðinni, fyrir slíka hans óhlýðni og leti, ef hann er leiguliði, svo að einhver duglegri ábúandi geti orðið til jarðarinnar tekinn. Enn sitji hann á sjálfs sín eign, gjaldi tvöfaldar bætur fyrir hvern faðm, sem á brestur eða eigi er forsvaranlega hlaðinn eða við haldið. Og haldi hann áfram í þrjú ár að forsóma það sem hér er tilskipað, skulu hreppstjórar hafa myndugleika til, eftir ráðslögun við sýslumanninn, að fá og kaupa aðra menn til að gjöra erfiðið, upp á þess sakbitna kostnað, hver, ef eigi með góðu vill gjalda, skal upp takast af hans búi á frekari lagasóknar.

IX

Ef nokkur, hvort heldur er bóndi eða konunglegur embættistmaður, andlegur eða veraldlegur, setur sig upp á móti hreppstjóranna eða annarra yfirvalda ráðstöfun um garðhleðslu ellegar hindrar þá menn, sem hreppstjórar setja upp á hins sakbitna kostnað til að ljúka því verki, sem á brestur, skulu hreppstjórarnir strax, fyrir utan minnstu bið, undardrátt eða tilslátt, stefna þeim sakaða með pólitíi-fyrirkalli fyrir sýslumanninn, sem skal strax dæma í málinu. Og ef hann þá kemst að raun um að nokkur hafi með virkilegu forboði eða líkamlegri mótstöðu hindrað eða varnað þeirrar garðhleðslu, sem annaðhvort hreppstjórarnir eða aðrar yfirvaldapersónur hafa gjört ráð fyrir og sem annaðhvort eftir þessari fororðningu eða öðrum lögum er tilskipuð, þá skal sá sakaði, ef hann er bóndi, gjalda til sveitarkassans 2 rd. og sé hann veraldlegur konunglegur embættismaður skal hann gjalda til sveitarkassans og jafnmikið til fátækra prestaekkna. Sömu sekt skulu þeir vera undir orpnir, sem setja sig á móti fjárupptekt fyrir þær bætur, sem þeir kynnu að sýna fremur öðrum nokkra sérlega kostgæfni, mega þar að auki vænta sér frekari launa þar fyrir eftir atvikum, hvar á móti þeir, sem hér forsóma sýna skyldu, eiga að tiltalast af sýslumanninum og án appels dæmast sektir til sveitarinnar ölmusumanna, eftir þeirra brots fyrirfundnu ásigkomulagi og þeirra formegan.

X

Þar þúfurnar eru sú önnur stóra tálmun fyrir jarðyrkjuna, svo skulu þær og árlega hér eftir burt takast þar sem túnin finnast með þeim varin svo að túnið smám saman geti orðið slétt.
Hvers vegna og einn sérhver, sem hefur þþft tún, skal árlega slétta og jafna 8 faðma í ferkant fyrir sjálfan sig og eins mikið fyrir hvern vinnufæran karlmann sem hann hefur til verknaðar og brúkar til jarðarinnar fyrirvinnu.

XI

Þúfurnar eiga að pælast upp í ferstrendum stykkjum, frá hverjum moldina á að skera með ljá svo að grasvörðurinn verði eftir, einnar handar þykkur. 1) Enn framar á moldin að takast eins djúpt upp úr þúfustæðinu, hvar í þau ferstrendu stykki eiga síðan niður að fellast og með trésleggju út að berjast svo að barmarnir falli vel saman. Þess betur sem grassvörðurinn er barinn (ei þí svo hart að hann fari í sundur) þess hentugri verður hann til að taka á móti áburði og að bera mikið gras, hvers vegna þessar torfur eiga svo að uppskerast að þær eigi fullkomlega fylli holuna á alla vegu fyrr en þær eru niður barðar. Þá afskornu og uppgröfnu mold á að útbreiða til áburðar á þær þúfur, sem á því ári eiga að sléttast.
Hvað jafnveæ er nytsamlegt ef sléttanin skeður nokkuð snemma á vori en sér í lagi ef að hún skeður að hausti, svo vel sem og að breiða hana þunnt út á það sléttaða tún. Sérlega getur þessi mold þénað til að kæfa mosann á mosavöxnum þúfum, eins og hún eftir á gjörir hinn besta grundvöll þegar áburður árið eftir er borinn þar á.
Þá á þann hátt útbreiddu mold á að meðhöndla og mylja um sumarið með klárum með mykjukvíslum eins og annan áburð.
Hvað steinar, sem finnast í og undir þúfunum, skulu kostgæfilega saman safnast og burt flytjast eða takast í grunvöllinn á þeim stöðum hvar garðar eiga upp að hlaðast. En hittist svo stór björg í túninu að þeim eigi af öllu bæjarfólkinu verði oltið til garðstæðisins skal þó sléttast í kringum þau og eiga þau að hyljast með þeirri moldu, sem upp verður grafin og eftir verður frá þúfnasléttaninni, þá svo grasvörður í kringum þessa steina, sem annars heðu legið undir moldinni, á að stingast upp og leggast ofan á svo langt sem hann hrekkur til og allra helst á kollinn svo hann þess fljótar geti grasbundist.

1) Þ.e. þverhandarþykkar túný ökur.

XII

Uppá það túnasléttuna geti orðið garðhleðslunni að gagni og erfiðið falli því léttara skal túnið sléttast undir eins og smám saman sem garðurinn er hlaðinn svo að sú mold, sem eftir verður af þúfunum og of mikil verða kann til að breiða á túnið, sé lögð neðst í garðinum ásamt með þeim steinum og möl, sem hittist í túninu.

XIII

Finnist svo dauðar og spilltar þúfur að þær álítist óþénlegar að niðurleggjast til grasvaxtar eða þær tolla eigi saman þá skulu þær burt flytjast til að fylla með garðana eða til að hylja með þau stóru björg í túninu, sem eigi kunna burt að veltast, ellegar og til að fylla upp með bleytufull, vot og súr pláss ef nokkur þvílík kynnu að fynnast í túninu, hvaðan vatninu eigi hæglega verður veitt með skurðum. Það stykki af túninu, hvaðan vatninu eigi hæglega veðrur veitt með skurðum. Það stykki af túninu hvar þessar ónýtu þúfur hafa staðið skal pælast upp á hausti og moldarklekkirnir sundur krassast, hvað á ný á að ítrekast næstkomandi vor, og þá skal breiða þar á nokkurn áburð eftir efnum og þar eftir sá þar í korni ef það er að fá, hvar eftir kornið skal krassast niður með smáum járnhökum eða með klárum. Sé eigi korn til skal þar planta jarðepli, ef þau eru að fá, ellegar og sá þar í mjög gipsið næpnafræ, þegar áður er búið að slétta með klárum, hvað er á ný á að ske með öðrum hrífum þegar fræinu er sáð.

XIV

Þúfurnar verða og brúkaðar til garðhleðslu þá hliðarnar af þúfunum eiga fyrst að stingast frá allt í kring svo að þær að neðan loði við jörðina, hvar eftir þúfuna sjálfa skal stinga í mátulega hnausa og þar eftir pæla moldina upp, innan úr þeimeftirstandandi börmum, hverja síðan með slegju á niður að berja þangað til þeir eru orðnir sléttir og liggja jafnt þeim grassverði, sem áður var milli þúfnanna.

XV

Hver sem árlega sléttir meira af sínu túni en þá vídd sem í X art. er ákvörðuð, skal fá fyrir hvern faðm í ferkanti, sem þar yfir er, 8 sk. til skenks og sá sem gefur sig fram til að fá slíkan skenk, svo vel sem þann, hverjum er heitið í V art., skal þar um leggja hreppstjóranna vitnisburð um hlutarins sanna ásigkomulag, hver vitnisburður þar að auki á að hafa með sér að bera prestsins og sýslumannsins uppá skrift til þess frekari vissu.
Skyldi annars nokkur leiguliði skara svo mjög framúr, annaðhvort með garðhleðslu eða þúfnasléttan yfir það ákvarðaða mál, að hans húsbúnda jörð þar af svo ítarlega berist hún þess vegna megi álítast að vera hækkuð að dýrleika, finnum vér það allranáðugast að vera tilbærilegt að slíkur leiguliði, ef húsbóndinn segir honum útaf jörðinni, eða hans ekkja og börn þegar hann deyr og enginn af þeim verður við jörðina, skuli njóta nokkurrar þóknunnar fyrir slíka jarðabót, eftir sýslumannsins og ópartiskra dánumanna áliti, ef sjálfir viðkomendur á þess eigi geta komið sér saman.

XVI

Hreppstjórarnir skulu með sýslumannsins tilsjón gefa nákvæman gaum að túnasléttaninni. Sömu sektir, sem í fyrirfarandi VIII og IX art. eru til settar fyrir forsómum á garðhleðslu, eiga eins í öllum greinum að gilda ef að forsómun skeður í túnasléttaninni.

XVII

Og þar vor allranáðugasti vilji og ósk er að kornyrkjan á Íslandi mætti komast í gang og brúkun, hvar til vér á næstliðnum allranáðugast höfum látið senda kornsæði til reynslu á hafnirnar á Suðurlandinu, svo viljum vér að svo stöddu enn frekar til því stærri upphvatningar til nefndrar yrkju allranáðugast tilsegja hverjum og einum, sem getur aflað hálfrar tunnu af fullvöxnum rúgi eða byggi, 1 ½ rd. skenk. Þeir sem þar til hafa efni og lyst eiga að búa til einn teig í túninu, eða utan túns, sem hagkvæmast fellur með girðingu, pælingu og sléttan, og kasta þar öllu því er til áburðar er þénanlegt svo sem torfmylsnu, gamalli ösku eða og litlu af kúamykju ef hún er til, sem þó hið minnsta á að vera ársgömul.
Til slíkrar yrkju í smáu er nægjanlegt að pæla jörðina upp og eins víst eins og að plægja þegar moldinni er vel krassað út yfir það útsáða korn. En nær innbyggjarnir kunna að fá lyst til að halda áfram með þessa yrkju viljum vér allranáðugast hafa í þanka hverninn þeim kann að verða hjálpað og þeim útveguð hentugri verkfæri.

XVIII

Jarðepli hafa verið flutt til Suðurlandsins og á nokkra staði á Vesturlandinu til reynslu á næstliðnum árum og skenk hefur heitið verið fyrir þeirra yrkju. Og það er reynt að þessi ávöxtur lukkast þar í landinu eins og annarstaðar í alslags jörðu, utan í leirjörðu og á votum stöðum, já jafnvel og í gamalli ösku, sem nóg er af á mörgum bæjum, í hverii yrkjan þar að auk er hæg og þarf eigi nema mjög lítils ómaks. Svo væntum vér allranáðugast, eins og vér hér með viljum hafa til skipað, að innbyggjarnir láti sér vera kostgæflega umhugað að yrkja þennan jarðarávöxt, sem er so drjúgur í búi, þar sem þeim ekki einasta frambþðst svo æskilegt tækifæri og gagnsemd þar af, heldur og þeir þar með undir eins 1) geta allra undirgefnugast gjört eftir vorum allranáðugasta vilja og velþóknan.

1) Undir eins: samtímis.

XIX

Eigi síður viljum vér að innbyggjararnir hafi látið sé annt um vera að brúka til kál- og næpnagarðayrkju það fræ, sem vér allranáðugast höfum látið flytja til landsins, hvað vér og framvegis viljum láta gjöra þegar oss er allraundirdánugast til kynna gefið að þir til bærilega færa sér það í nyt. Hvað eftir allir og sérhver einn eiga allraundirdánugast að breyta.
Gefið á voru sloti Christiansborg í vorum konunglega aðsetursstað Kaupmannahöfn þann 13. maí 1776

Undir vorri konunglegu hendi og innsigli

Christian R.
(L.S)

Moltke               Prætorius                  Erichsen
Vormskjold

9. A. Blessaður sé ævinlega kóngur vor fyrir þessa réttarbót og henni skal ég dyggilega hlýða, fái eg hennar að njóta. Segðu mér bóndi: Hvar sérðu þá eyðijörð, sem áræðilegast sé að fala?
B. Láttu lýsa því á Alþingi strax í sumar að þú viljir taka til byggðar þér eyðijörðina Konungsstaði 1). Amtmaður lætur sýslumann mæla þér hana út með stöddum landamerkjum. Sú jörð er konungseign og lofar hann í foroðningunni að hún skuli verða óðal þitt og barna þinna eftir þinn dag ef þú byggir, ræktar og situr hana vel, ásamt fleiri fríheitum, sem þú heyrir í fororðningunni sjálfri.
10. A. Hverninn get eg byggt þar? Eg á engann við til húsa og ekki get eg úti legið, þegar eg kem heim í vor að auðninni.
B. Þú verður að fá lán þar sem þig sjálfan brestur að kaupa við til bæjar þíns. Þú geldur skuldir þær er Guð gefur þér efni.
11. A. Samt verð eg að liggja úti á klaka þegar eg kem til bólstaðar míns að vori.
B. Eg skal gefa þér vikuverk þitt í haust, geturðu þá byggt þér kofa, sem þér má verða að vorskjóli þegar þú kemur að Konungsstöðum. En fyrst þú verður að byrgja hann strax fyrir snjónum þá varastu að sofa þar inni á vori fyrr en þú hefur opnað hann fyrir viku, látið þar vind inn blása og síðan kynt eini eða hrísi þar inni. Því þar sem jörð hefur verið opnuð á hausti, byggt yfir og byrgt svo húsið allan veturinn, þar kunna að hafa safnast þeir dampar upp af jörðinni, sem eru banvænir, helst sofandi mönnum.

1) Eigi mun vitað hvort B.H., höfundur Atla, hafði nokkra spurn af kirkjujörðinni Kóngsstöðum, sem standa út undan Gloppuhnjúki, keilu- eða kónglöguðum norður í Skíðadal í Vallasókn. En B.H. leggur áherslu, sjá síðar, á að eyðibýlið Konungsstaðir hafi verið konungsjörð, ekki afrétt.

Birt:
31. ágúst 2009
Tilvitnun:
Björn Halldórsson í Sauðlauksdal „Atli tekur sér jörð - Atli kap.. II“, Náttúran.is: 31. ágúst 2009 URL: http://nature.is/d/2009/08/31/atli-tekur-ser-joro-atli-kap-ii/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 31. október 2010

Skilaboð: