„Nornaþing“ í Norður-Noregi
Alþjóðlega miðnætursólar galdraráðstefnan er skipulöggð af skandínavískum og bandarískum háskólum.
Skipuleggjendur segja að þó áreitni og ofsóknir séu ekki þekktar lengur í Evrópu í garð galdramanna og kvenna segja þeir að í sum staðar í Afríku og Asíu sé fólk enný á sakað um galdra.
Eins og í „gamla daga“ segja sérfræðingarnir að einstaklingar séu oft laggðir í einelti að samfélögunum þar sem þeir búa og þeim kennt um útbreiðslu sjúkdóma, vont veður og önnur óhöpp.
Á ráðstefnunni verður einnig rætt um Shamanisma sem er trú sem snýst um tengsl við andlega heiminn aðallega í gegnum anda dýra.
Sérfræðingar segja að trúin sé ævaforn og hafi í raun komið á undan öllum öðrum skipulöggðum trúarbrögðum. Fyrir utan fræðimennina og aðra trúmenn sem lagt hafa leið sína á ráðstefnuna hafa galdrar öðlast nýjan aðdáendahóp af mun yngri kantinum í kjölfar útgáfu Harry Potter metsölubókana og kvikmyndanna.
Á 17.öld voru um 80 konur brenndar á báli í Vardo. Í sögulegum gögnum frá þessum tíma bendir til þess að þær hafi verið sakaðar um að eiga fundi með djöflinum í nálægu „galdrafjalli“
Á 16. og 17. öld er talið að um 50.000 manns hafi verið teknir af lífi sakaðir um galdra.
sjá frétt á BBC News
Myndin er fengin af Fortunecity
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „„Nornaþing“ í Norður-Noregi“, Náttúran.is: 29. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/29/nornaing-norur-noregi/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 10. júlí 2007