Íbúarfundur í Flóahreppi
Í auglýsingu frá sveitarstjórn Flóahrepps segir:
Íbúafundur verður haldinn í félagsmiðstöðinni Þjórsárveri í Flóahreppi þann 25. júní 2007 kl. 20:30 þar sem lögð verða fram drög að aðalskipulagi fyrrum Villingaholtshrepps til kynningar ásamt breytingum á aðalskipulagi Hraungerðishrepps og Gaulverjabæjarhrepps.
Það er Gísli Gíslason hjá Landmótun sem hefur unnið tillögur með hreppsnefnd fyrrum Villingaholtshrepps og síðar með sveitarstjórn Flóahrepps og mun hann kynna þær á fundinum ásamt sveitarstjórn.
Reiknað er með að þegar vinnu við aðalskipulag Villingaholtshrepps hefur verið lokið verði farið í vinnu við að sameina aðalskipulag gömlu hreppanna þriggja í eitt.
Birt:
20. júní 2007
Tilvitnun:
Sveitastjórn Flóahrepps „Íbúarfundur í Flóahreppi“, Náttúran.is: 20. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/20/barfundur-flahreppi/ [Skoðað:26. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 9. júlí 2007