„Grasnytjar“ Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal
Rit séra Björns Halldórssonar (1724-1794) í Sauðlauksdal voru endurútgefin árið 1983 og fást hjá Bændasamtökunum. Séra Björn var mikill fræðimaður, skrifaði m.a. fyrstu Íslensk-latnesku orðabókina, ýmis búnaðarrit s.s. Atla og Arnbörgu auk „Grasnytja“ sem teljast má helsta heimild um jurtir, virkni þeirra og notkun á Íslandi frá 18. öld. Séra Björn er talinn hafa ræktað fyrstur manna kartöflur hér á landi. Sjá Wikipedíu.
Rit Björns Halldórssonar fæst hér á Náttúrumarkaði.
Myndin er af skiltinu um minjarnar í Sauðlauksdal í Patreksfirði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
14. ágúst 2005
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „„Grasnytjar“ Björns Halldórssonar í Sauðlauksdal“, Náttúran.is: 14. ágúst 2005 URL: http://nature.is/d/2007/03/22/grasnytjar_bh/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 22. mars 2007
breytt: 19. mars 2012