Orð dagsins 15. janúar
Norskir neytendur valda verulegri koltvísýringslosun erlendis með neyslu sinni á innfluttum varningi. Á árinu 2006 var heildarlosunin í Noregi um 54 milljónir tonna, en því til viðbótar er áætlað að um 39 milljónir tonna hafi losnað í öðrum löndum vegna neyslu Norðmanna. Þessi losun kemur ekki fram í losunarbókhaldi Noregs, enda á sífellt stærri hluti hennar sér stað í Kína. Losun erlendis vegna neyslu Norðmanna jókst um 33% á 5 ára tímabili frá 2001-2006.
Lesið frétt á heimasíðu Grønn Hverdag í gær.
Orð dagsins birtast einnig á vef Staðardagskrá 21 á Íslandi samband.is/dagskra21
Birt:
15. janúar 2008
Tilvitnun:
Stefán Gíslason „Orð dagsins 15. janúar“, Náttúran.is: 15. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/17/oro-dagsins-15-januar/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 17. janúar 2008