Dagur hinna villtu blóma
Flóruvinir standa fyrir degi hinna villtu blóma, og veita leiðsögn sem sjálfboðaliðar. Ýmsar stofnanir hafa stutt og staðið með flóruvinum að þessum degi á hverjum stað fyrir sig, meðal annarra Grasagarðurinn í Laugardal, Ferðafélag Íslands, Hólaskóli, Landbúnaðarháskóli Íslands,
Náttúrufræðistofa Kópavogs, Náttúrufræðistofnun Íslands, Náttúrufræðistofur landshlutanna og Umhverfisstofnun.
Hér að neðan verða smám saman settar inn upplýsingar um þær plöntuskoðunarferðir sem fyrirhugaðar eru á degi hinna villtu blóma 2007, eftir því sem upplýsingar berast.
- Reykjavík 1. Elliðaárdalur. Mæting við gamla Rafveituhúsið kl. 13:00. Leiðsögn: Gróa Valgerður Ingimundardóttir.
- Reykjavík 2. Elliðaárdalur. Mæting við gamla Rafveituhúsið kl. 16:00. Leiðsögn: Snorri Sigurðsson og Margrét Björk Sigurðardóttir.
- Kópavogur, Borgarholt. Mæting við Kópavogskirkju kl. 15:00. Leiðsögn: Karólína Einarsdóttir og Bryndís Marteinsdóttir.
- Hvanneyri. Mæting við kirkjuna á Hvanneyri kl. 10:00. Leiðsögn: Björn Þorsteinsson og Anna Guðrún Þórhallsdóttir.
- Ísafjörður. Mæting við tjaldstæðið í Tungudal kl. 17:00. Leiðsögn: Anton Helgason.
- Hólmavík. Mæting á Sauðfjársetrinu í Sævangi (10 km sunnan Hólmavíkur) kl. 11:00. Áherzla á plöntur í og við fjöruna. Leiðsögn: Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson.
- Sauðárkrókur. Mæting ofarlega í Sauðárgili að norðan kl. 10:00. Leiðsögn: Þórdís V. Bragadóttir.
- Akureyri, Leifsstaðabrúnir í Eyjafjarðarsveit. Mæting kl. 10:00 sunnan Leiruvegar að austan, á bílastæði við gamla Vaðlaheiðarveg, beint niður af Vaðlaþingi, rétt sunnan vegamóta Leifsstaðavegar og Eyrarlands. Leiðsögn: Hörður Kristinsson. Vonast er til að maríulykillinn verði enn í blóma.
- Ásbyrgi. Mæting kl. 20:00 að kvöldi við Gljúfrastofu. Leiðsögn: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður.
- Neskaupstaður. Mæting við Friðlandið í Neskaupstað kl. 11:00. Leiðsögn: Starfslið Náttúrustofu Austurlands.
- Hornafjörður. Mæting við tjaldstæðið á Höfn í Hornafirði kl. 10:00. Leiðsögn: Rannveig Einarsdóttir eða Brynjúlfur Brynjólfsson.
- Skaftafell. Mæting við Þjónustumiðstöðina á Skaftafelli kl. 10:00. Leiðsögn: Hálfdán Björnsson, Kvískerjum.
- Kirkjubæjarklaustur. Mæting við Systrafoss kl. 20:00. Gengið um skóginn. Leiðsögn: Ólafía Jakobsdóttir.
- Flóinn. Mæting kl. 20:00 að kvöldi heima á Vatnsenda í Flóahreppi (fyrrum Villingaholtshreppi). Leiðsögn: Þórunn Kristjánsdóttir og Krístín Stefánsdóttir.
Gönguferðir þessar eru ókeypis fyrir þátttakendur, og ekki þarf að tilkynna þátttöku fyrir fram, heldur aðeins mæta á auglýstum stað á réttum tíma. Í fyrra stóð óhagstætt veður víða í vegi fyrir góðri þátttöku, en vonandi verður veður hagstæðara í ár. Hversu víða verður hægt að bjóða upp á plöntuskoðun fer eftir því hversu margir sjálfboðaliðar fást til að veita leiðsögn. Hér með er óskað eftir að væntanlegir leiðsögumenn tilkynni sig í netfangið hkris@ni.is.
Nániri upplýsingar um fyrirhugaðar gönguferðir, sem eru um allt land,er á
http://floraislands.is/blomadagur
Birt:
Tilvitnun:
Hörður Kristinsson „Dagur hinna villtu blóma“, Náttúran.is: 15. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/15/dagur-hinna-villtu-blma/ [Skoðað:30. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.