Landssamband kartöflubænda afhenti Einari K. Guðfinnssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, fyrsta eintakið af uppskriftabæklingi sem sambandið gefur út í tilefni af „ári kartöflunnar". Bæklingurinn, sem inniheldur fjölda kartöfluuppskrifta, mun liggja frammi í matvöruverslunum án endurgjalds fyrir þá sem vilja kynnast nýjum hliðum á kartöflunni, að því er kemur fram í tilkynningu frá landsambandinu.

„Það má segja að með þessum uppskriftum viljum við kippa kartöflunni inn í 21. öldina. Það kunna allir að sjóða og baka, en færri hafa kynnst kartöflubrauði og súkkulaðikökum sem gerðar eru úr kartöflum“ segir Bergvin Jóhannsson, formaður Landssambands kartöflubænda.

Sigríður Bergvinsdóttir sá um útgáfu bæklingsins og hefur búið til uppskriftir og eldað kartöflurétti fyrir verkefnið.

Myndin er af einum af réttunum í bæklingnum.
Birt:
27. mars 2008
Höfundur:
Viðskiptablaðið
Tilvitnun:
Viðskiptablaðið „Kartaflan í sókn“, Náttúran.is: 27. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/27/kartaflan-i-sokn/ [Skoðað:22. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: