Hafnarborg - 8. júlí til 28. ágúst 2006.
„Meðan eldurinn brennur hugsar hann ekki um hraunið, og þegar hraunið storknar gleymir það eldinum. Svo kemur mosinn og breiðir gráa sæng yfir landið. Líf án hvíldar er andstaða kyrrstöðunnar. Eldurinn heldur áfram í mosanum, mosinn heldur áfram í lynginu, lyngið í málverkinu. Og allt verður grænt.“ Jóhannes Kjarval.
-
Yfirskrift sýningarinnar „hin blíðu hraun“ er komin frá Jóhannesi Kjarval og með honum beinum við sjónum að hrauninu sem í Hafnarfirði er allt um kring.
Hraunið dregur enn að sér listamenn sem sækja þangað innblástur líkt og Kjarval.
Á þessari sýningu sjáum við úrvinnslu tólf samtímalistamanna í alla mögulega miðla: Málverk, skúlptúr, lágmyndir og myndbandsverk.

Þeir eru Anna Líndal, Bjarni Sigurbjörnsson, Gurðún Kristjánsdóttir, Erling TV Klingenberg og Sigrún Sirra Sigurðardóttir, Halldór Ásgeirsson, Kristbergur Pétursson, Patrick Huse, Ragna Róbertsdóttir, Spessi, Steina Vasulka.
Sjá nánar um sýninguna á vef Hafnarborgar.

-
Sýningin er jafnframt haldin í samstrafi við Skógræktarfélag Hafnarfjarðar sem fangar sextíu ára afmæli á þessu ári og hefur allan þann tíma átt mikinn þátt í að opna augu fólks fyrir umhverfinu í hrauninu og náttúrunni í nágrenni bæjarins. Meðan á sýningunni stendur verður fjölbreytt dagskrá í Hafnarborg og í Höfða, húsi Skógræktarfélags Hafnarfjarðar.
Boðið verður upp á leiðsögn og fræðslu í skógræktinni frá hádegi á laugardögum. Í Hafnarborg verður líka leiðsögn og ýmsir gjörningar á laugardögum kl. 16:00 og loks verða fyrirlestrar um náttúrufræði og listir í Hafnarborg á fimmtudagskvöldum kl. 20:00. Sjá fréttir um dagskrá á skog.is.

Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
30. júlí 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hin blíðu hraun - Sumarsýning í Hafnarborg“, Náttúran.is: 30. júlí 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/20/sumarsyn_hafnarb/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. mars 2007
breytt: 3. maí 2007

Skilaboð: