Saving Iceland (Björgum Íslandi) stendur fyrir ráðstefnu undir yfirsögninni „Afleiðingar stóriðju, hnattræn yfirsýn“ dagana 7.-8. júlí 2007.

Eftir þriggja ára baráttu gegn stórstíflum og stóriðju mun herferð „Saving Iceland“ tengjast baráttunni um heim allan. Um víða veröld hafa stóriðja og stórstíflur hrakið á brott fólk í milljónatali, að mestu án þess að bætur komi fyrir. Þessi mannvirki hafa eyðilagt vistkerfi á sjó og landi og eytt dýralífi. Þau hafa mengað andrúmsloft okkar og vötn og breytt loftslagi á óbætanlegan hátt – í nafni framfara.

Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands, Jawaharlal Nehru, orðaði það svo: „Ef þú þarft að þjást, ættirðu að gera það í þágu lands þíns“, í ræðu yfir þorpsbúum sem átti að hrekja frá heimilum sínum vegna Hirakudstíflunnar árið 1948.
Ríkisstjórnir Íslands og Indlands telja risaraforkuver enn vera tákn um hugvitsemi, framfarir og þjóðarstolt. Í Trinidad og Tobago, sem og á Íslandi leitar áliðnaðurinn að óþrjótandi orkulindum á tímum vaxandi óvissu í orkumálum.

Samt hefur sagan alltaf sýnt undirstrauma sem ekki eru í samræmi við hin ríkjandi framfaraviðhorf. Fjöldi fólks berst gegn því að vera fórnað í þágu lands síns eða efnahagsins og margir hafa barist gegn því að landi þeirra og óbyggðum sé fórnað.

Ráðstefna „Saving Iceland“ 2007 mun auka og dýpka þekkingu þína á baráttunni gegn stóriðjunni, í rúmi og tíma.

Drög að helstu umfjöllunarefnum erinda og umræðna:

  • Íslandi ógnað
  • Kynning á þeirri ógn sem steðjar að Íslandi vegna stóriðju.
  • Stórar stíflur, áliðnaðurinn og loftslagsbreytingar
    Ekki aðeins álframleiðsla – loftslagsáhrif metans og perflúorkolefna.
  • Áhrif stórstíflna á vistkerfi vatnsfalla
    Vistfræði og líffræðileg fjölbreytni – áhrif stórra stíflna.
  • Saga borgaralegrar óhlýðni og beinna aðgerða
    Frá fortíð til framtíðar – Hvernig beinar aðgerðir geta breytt gangi sögunnar.
  • Græn eða grá framtíð?
    Mismunandi framtíðarsýn.
  • Orkuöflun til stóriðju - Frá Kyoto til Peak Oil
    Stóriðja í leit að hernaðarlega hentugri staðsetningu orkuvera.
  • Barátta í Trinidad
    Barátta fólks gegn nýjum bræðslum ALCOA og Alutrint íTrinidad & Tobago.
  • Narmada Bachao Andolan
    Best þekkta alþýðuhreyfingin á Indlandi, sem berst fyrir réttindum adivasi-ættbálksins sem hrakinn hefur verið frá heimkynnum sínum vegna stórstíflu.
  • Baráttan í Kashipur
    Barátta gegn yfirborðsnámu ALCAN í Kashipur, norðaustur Indlandi.
  • Stíflur á Amazonsvæðinu
    Ál ógnar regskógunum.
  • Rannsókn á áliðnaðinum
    Kynntir helstu aðilar til leiks og greint frá nýjustu þróun í áliðnaði.
  • Stærsta ósnortna víðernið í Evrópu
    Landslag og lífríki sem ógnað er á Íslandi.
  • Breytingar á erfðavísum á Íslandi
    Víðara sjónarhorn á erfðabreytt bygg á Íslandi.
  • Vaxandi þungi gegn risavélinni
    Að bera saman bækur: alþýðuhreyfingar gegn stóriðju, stórstíflum og hnattvæðingu.

Staður: Ísland, mótmælabúðir 2007. Nákvæm staðsetning tilkynnt síðar.

Sjá vef samtakanna.

Birt:
20. maí 2007
Höfundur:
Saving Iceland
Tilvitnun:
Saving Iceland „Björgum Íslandi - Ráðstefna“, Náttúran.is: 20. maí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/05/20/bjrgum-slandi-rstefna/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 21. maí 2007

Skilaboð: