Vissi einhver ekki að Rio-Tinto væri einn alversti umhverfisslóði heims? Á forsíðu Morgunblaðsins í dag er í fyrsta sinn rætt um það sem staðreynd að Rio-Tinto, sem svo ljúflega gleypir nú Alcan, sé langt frá því að vera fyrimyndarfyrirtæki þó að á heimasíðu þess séu yfirlýsingar um að það stefni að því að verða í fararbroddi á sínu sviði á sviði umhverfismála. Slóðasaga Rio-Tinto er grasrót íslenskrar umhverfisbaráttu vel kunn en ekki hefur verið kostað til krónu til að upplýsa fólk um sögu félagsins og hver sé að koma hér til að vera. Oft má satt kyrrt liggja á hér greinilega vel við, allavega framyfir kaupsamninga. Sjá yfirtökutilboð Rio Tinto í Alcan.

Um yfirtökuáhuga Rio Tinto er vitað um í allavega eitt ár. James Regan hjá Reuters News Agency skrifar þ. 9. júlí 2006 eftirfarandi grein:

Struggling Alcoa seen in play

SYDNEY - Underperforming U.S. aluminum giant Alcoa Inc. is ripe for takeover, and analysts see Australian resource companies BHP Billiton Ltd. and Rio Tinto Ltd. as likely predators.

Either company could manage the funding of a takeover of Alcoa Inc. and Alcoa's 60-per-cent-owned Alumina Ltd. of Australia -- which broker JPMorgan estimates would cost a total of $46-billion (U.S.) to $57-billion -- through a combination of debt and shares.

"Both Rio and BHP have capacity to acquire both [Alumina] and Alcoa simultaneously," JPMorgan said in a report.

Other analysts say BHP Billiton --with the added benefit of oil and gas assets in Europe, Australia and the Gulf of Mexico -- could use cash to buy the companies, while Rio Tinto is more likely to employ its scrip to avert a potential liquidity crunch.

"Rio at this stage, even more than BHP, needs new blood and Alcoa and alumina are natural fits," said Constellation Capital management analyst Peter Chilton.

Shares in Alcoa, which has struggled with its downstream and aerospace divisions in recent years, are little changed from two years ago, despite a 57-per-cent rise in aluminum prices. Shares in the much smaller Alumina have faired better, rising 30 per cent since May of 2004.

Thanks to a boom in demand for nickel, iron ore, copper and other mineral commodities, BHP Billiton and Rio Tinto export en masse to fast-industrializing but resource-starved China.

BHP Billiton's shares over the same period are up 140 per cent and Rio Tinto shares are 122 per cent higher.

But the one thing China does not need is aluminum, said UBS Warburg analyst Glyn Lawcock.

"Alcoa has been a dog of a performer, considering the rest of the industry has been going ballistic over the last two years," he said.

Þann 13. febrúar 2007 birtist síðan grein hjá Times online. Sjá greinina.

Ég vek athygli á að umræðan var í gangi „fyrir kosningarnar í Hafnarfirði“ og það var vitað að Alcan var að leita að stórum aðila til að gleypa sig. Þetta var bent á ítrekað, en enginn hlustaði og margir héldu að Alcan væri tákn trausts og öryggis fyrir Hafnarfjörð og Ísland til frambúðar. Umhverfisstefna og umhverfisstarf Alcan á Íslandi hefur verið með því betra sem gerist hjá álfyrirtækjum í heiminum. Fyrirtækið er t.a.m. með ISO 14001 vottun og hefur stundað öflugt umhverfisstarf. Auðvitað á Alcan sér líka slóðasögu sem hér verður ekki tíunduð.

Yfirtaka Rio Tinto á Alcan nú ætti að opna augu landsmanna fyrir þeim hættum sem stafa af stóriðjustefnunni. Ísland er einungis lítið peð á skákborði Rio Tinto og hvort að álverum verður hér lokað eða ný opnuð er ekki höfuðmálið fyrir stóru myndina í fyrirtækjum af stærðargráðu Rio Tinto. Við erum því að sigla inn í tíma sem eru gífurlega hættulegir, því þeir villa okkur sýn og geta siðan horfið jafnhraðan og við höldum að góðærið sé komið til að vera. Þá verða þeir stjórnmálamenn sem tóku veglega á móti álherrunum úthrópaðir sem svikarar með núll innsýn í raunveruleikann. Það er aldrei að vita nema að þeir stjórnmálamenn sem hræða okkur hvað mest með „framtíðarsýn moldarkofanna“ ef við tökum ekki stóriðjuna inn, verði þeir sem lenda þar sjálfir að lokum. 

Myndin er af raflínum og álveri Alcan í Straumsvík. Ljósmynd:©Árni Tryggvason.

Birt:
14. júlí 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Alcan - Rio Tinto - Fögur framtíðasýn?“, Náttúran.is: 14. júlí 2007 URL: http://nature.is/d/2007/07/14/alcan-rio-tinto-/ [Skoðað:1. maí 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: