Fyrirtækið Villimey slf á Tálknafirði sem framleiðir lífrænt vottuð smyrsl úr íslenskum jurtum, er að taka í notkun nýtt húsnæði, að Strandgötu 44 Tálknafirði.

Af því tilefni er opið hús laugardaginn 17. maí milli kl 16:00 - 18:00. Boðið verður uppá léttar veitingar í tilefni þessa merka áfanga. Allir hjartanlega velkomnir.

Húsnæðið sem keypt var hefur verið í endurbótum frá því í haust.
Mun nýja húsnæðið verða gerbylting frá því sem áður var en í húsinu hefur verið innréttuð betri aðstaða til framleiðslu og pökkunar og mun það auka starfsgetu þess.

Frekari upplýsingar hjá Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur villimey@villimey.is.

Myndin er af Aðalbjörgu Þorsteinsdóttur. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.
Birt:
15. maí 2008
Uppruni:
Villimey slf
Tilvitnun:
Aðalbjörg Þorsteinsdóttir „Opið hús hjá Villimey“, Náttúran.is: 15. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/15/opio-hus-hja-villimey/ [Skoðað:18. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: