Enn og aftur hefur leikfangarisinn Mattel þurft að innkalla framleiðslu frá Kína. Í þetta sinn hafa 850 þúsund leikföng verið innkölluð. Um ellefu einstaka hluti er að ræða, þ.á.m. Barbie-fylgihluti. Neytendastofu barst tilkynning frá Mattel um að tíu af þeim ellefu leikföngum sem um ræðir séu í verslunum hérlendis. Það liggur í augum uppi að ekki tekst að rífa leikföng úr höndum allra þeirra barna sem nú þegar eiga þetta dót og varla nokkur leið að koma nákvæmum upplýsingum um leikföngin til allra heimila landsins.
Krafan ætti þó að vera þegar svona kemur upp að ábyrgðaraðilinn þ.e. Mattel skrifi hverju einasta heimili í landinu (heiminum) og sendi mynd af vörunum sem um ræðir, endurgreiði vöruna og sæki heim eða hvað finnst ykkur? En hér er tengill á myndir af vörunum á neytendamálasíðu Evrópusambandsins og nöfn og númer á vörunum eru listuð hér að neðan á íslensku:

Barbie-fylgihlutir

  • Living Room Playset (K8613), v. gulrar málningar á handtöskunni.
  • Living Room Playset (K8608), v. brúnnar málningar á kettinum.
  • Dream Puppy House (J9485), v. appelsínugulrar málningar á hundinum.
  • Dream Kitty Condo (J9486), v. brúnnar málningar á kettinum.
  • Table & Chairs Citchen playset (K8606), v. málningar á diskum, hundinum og skálum
  • Bathtub & Toliet Playset (K8607) v. brúnnar málningar á kettinum.

Fischer-Price leikfangalestir

  • GEOTRAX Rail & Road Systerm
  • Freightway Transport, v. gulrar málningar á stiganum og ljósum lestarvagnsins.
  • GEOTRAX Special Track Pack, v. gulrar málningar á stiganum og ljósum lestarvagnsins.
  • It´s a Big Big World 6-in 1 Bongo Band, v. málningar á plasttrommunni.
Neytendastofa á að hafa eftirlit með því að leikföng uppfylli kröfur um markaðssetningu leikfanga. Sjá vef Neytendastofu.
Birt:
6. september 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Mattel leikföng innkölluð - Blýmagn yfir mörkum“, Náttúran.is: 6. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/06/mattel-leikfng-innkllu-enn-og-aftur/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. september 2007

Skilaboð: