Martha Scwhartz sýnir á Kjarvalsstöðum en sýningin opnar þ. 18. maí og stendur til 20. júlí. Martha Schwartz er einn kunnasti, núlifandi landslagsarkitekt í heiminum.

Innsetning hennar í garði Kjarvalsstaða skírskotar í senn til sýningarinnar Ægifegurðar og upplifunar listamannsins á náttúrunni og umræðunni um nýtingu og verndun náttúrunnar. Martha hefur unnið fjölmörg verk í þéttbýli og fer jafnan ótroðnar slóðir í að kanna og nýta nýja möguleika sem landslagið hefur upp á að bjóða. Schwartz er myndlistarmaður og landslagsarkitekt sem í verkum sínum leitast jafnan við að gera báðum listformunum jafn hátt undir höfði.

Birt:
16. maí 2008
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „I Hate nature / “Aluminati“ “, Náttúran.is: 16. maí 2008 URL: http://nature.is/d/2008/05/16/i-hate-nature-aluminati/ [Skoðað:30. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: