Orsakir barnaexems geta verið margar og það er ávallt mikilvægt að reyna að finna orsökina áður en lækning er reynd. Mörg börn sem þjást af exemi eru viðkvæm fyrir ýmsum fæðutegundum, oftast mjólkurvörum, hveiti og sítrusávöxtum. Því er rétt að halda þessum fæðutegundum frá barninu um sinn. Gefið barninu kalkríka fæðu og fulgist með því hvort það hefur hægðir reglulega. Varist að þvo barninu með sápu.
Smyrsl úr morgunfrú, kamillu eða ferskum haugarfa gera oft mikið gagn, einkum ef mikill kláði fylgir. Sum þessara smyrsla fást í heilsubúðum. Einnig getur verið gott að útbúa sterkt te úr ferskum haugarfa og bæta því út í baðvatn barnsins.

Jurtir handa börnum með exem:

Rauðsmári, þrenningarfjóla, kamilla, skarfakál og gulmaðra.
Gefið þeim jurtirnar, eina eða margar saman, í tei eða urtaveig, þrisvar til fjórum sinnum á dag.

Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Exem“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/exem1/ [Skoðað:19. apríl 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: