Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands 7.-8. apríl næstkomandi.
Er heimsóknin í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Segir í tilkynningu frá forsetaembættinu að meðal dagskrárliða heimsóknarinnar verði kynningarfundir með íslenskum vísindamönnum og sérfræðingum, einkum á sviði orkunýtingar og jöklarannsókna. Þá mun Gore flytja fyrirlestur um loftslagsbreytingar og baráttuna gegn þeim og svara fyrirspurnum á opnum fundi sem haldinn verður í samstarfi við Glitni.