Al Gore, handhafi friðarverðlauna Nóbels og fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, kemur í heimsókn til Íslands 7.-8. apríl næstkomandi.

Er heimsóknin í boði forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar. Segir í tilkynningu frá forsetaembættinu að meðal dagskrárliða heimsóknarinnar verði kynningarfundir með íslenskum vísindamönnum og sérfræðingum, einkum á sviði orkunýtingar og jöklarannsókna. Þá mun Gore flytja fyrirlestur um loftslagsbreytingar og baráttuna gegn þeim og svara fyrirspurnum á opnum fundi sem haldinn verður í samstarfi við Glitni.

Myndin er af Al Gore (í miðið) með aðstandendum myndar sinnar An inconvenient truth.
Birt:
18. mars 2008
Höfundur:
ovd
Uppruni:
Fréttablaðið
Tilvitnun:
ovd „Al Gore kemur til Íslands“, Náttúran.is: 18. mars 2008 URL: http://nature.is/d/2008/03/18/al-gore-kemur-til-islands/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: