Reykjavik Energy Invest, nýstofnað fjárfestingafélag Orkuveitu Reykjavíkur bætist í orku- útrásarsveitina í dag. Undir stjórn Bjarna Ármannssonar fv. forstjóra Glitnis hyggst fyrirtækið standa að djúpborunarverkefnum ásamt Geysir Green Energy og kostnaðarsömum rannsóknum með það að markmiði að flytja út tækniþekkingu á þessu sviði. Útrás REi hefst í raun formlega Í dag þegar forsvarsmenn fyrirtækisins undirrita viljayfirlýsingu um samstarf við stærsta orkufyrirtæki Indónesíu. Einnig er á dagskrá að fá bandaríska fjárfestingabankann Goldmenn Sachs sem hluthafa í REI.

Myndin er af Drillmec HH 300 sem nú er kominn á Hellisheiðina til að hefja tilraunaboranir.
Sjá grein um stóru borana þ.á.m. Drillmec HH300.

Birt:
12. september 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Reykjavík Energy Invest“, Náttúran.is: 12. september 2007 URL: http://nature.is/d/2007/09/11/reykjavk-energy-invest/ [Skoðað:21. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 11. september 2007
breytt: 14. janúar 2008

Skilaboð: