Nú fer í hönd tími námskeiða, sjálfsskoðunar og uppbyggingar. Vanadís býður upp á námskeið og ráðgjöf af ýmsu tagi, sjálfsstyrkingu kvenna, drauma karla og kvenna, innlit í forna menningu o.fl.

Lífsvefurinn – sjálfsstyrkingarnámskeið fyrir konur
Námskeiðið er 20 klst (6 skipti) og er haldið á þriðjudögum 29. sept til 27.október kl. 18:00-21:00, auk laugardagsins 31. október kl.11:00–16:00.* Lífsvefurinn er námskeið fyrir konur sem vilja læra að þekkja sjálfar sig betur og ná að vefa hinn margþætta vef lífsins á markvissan hátt. Helstu efnisþættir námskeiðsins eru: sjálfsþekking, sjálfsmynd og samskipti; saga, hlutverk og staða kvenna; heilsa kvenna og tilfinningar; draumar og goðsagnir; fyrirmyndir og fordómar. Markmiðin eru m.a. að: læra að þekkja og virða sjálfa sig; læra að greina og vinna úr því sem er erfitt og setja sér raunhæf markmið; læra leiðir til betri samskipta; styrkja jákvæða kvenímynd/sjálfsmynd sína; og þekkja sögu sína, lífsgildi, lífstilgang, rétt sinn og skyldur.

Draumar – auður svefnsins
Fimmtudagskvöld 8.október kl.18:00–22:00 (4 klst)*. Stutt kynning á hlutverki og eðli drauma og hvernig vinna má með eigin drauma og annarra til að öðlast aukna sjálfsþekkingu, lífsfyllingu og þroska. Okkur dreymir öll, í hvert sinn sem við sofum, en munum það hins vegar ekki alltaf. Kynntar verða einfaldar aðferðir sem geta nýst vel til að muna, rifja upp og vinna með drauma.

Draumar – auður svefnsins
Námskeiðið er 12 klukkustundir (4 skipti) og er haldið á þriðjudögum í nóvember kl. 18:00-21:00*. Námskeiðið fjallar um hlutverk og eðli drauma og hvernig vinna má með eigin drauma ogannarra til að öðlast aukna sjálfsþekkingu, lífsfyllingu og þroska. Okkur dreymir öll, íhvertsinn sem við sofum, en munum það hins vegar ekki alltaf.
Á námskeiðinu verður unnið í hópum og pörum, og þátttakendur tileinka sér ýmsar aðferðir sem geta nýst vel til að muna, rifja upp og skoða drauma. Rýnt verður í táknmál draumanna og kenningar um drauma allt frá formæðrum okkar og –feðrum, til frumbyggja Ástralíu og arftaka Jung. Þátttakendur verða virkir í að þróa námskeiðið og velja úr ýmsum þeim aðferðum sem þekktar eru til að kanna þetta ótakmarkaða og ævintýralega land svefnsins.

Örnámskeið
Öðru hverju í haust mun Vanadís bjóða upp á örnámskeið (eitt kvöld, eftirmiddag, hádegi eða morgun)*, smásýnishorn af lengri námskeiðum. Námskeiðin verða auglýst á póstlista Vanadísar og heimasíðunni www.vanadis.is. Fyrsta örnámskeiðið, Helgióður, verður föstudaginn 2. október kl. 17:00-19:00 og fjallar um erótísk ástarljóð súmersku gyðjunnar Inönnu.

Draumamorgnar
Vanadís mun bjóða þeim sem hafa sótt draumanámskeiðin og vilja vinna með draumana sína upp á hópavinnu á morgnana í vetur. Boðið verður upp á einn hóp á þriðjudagsmorgnum og annan á laugardagsmorgnum. Hist verður einu sinni í mánuði, tvo tíma í senn og unnið með einn til tvo drauma í hvert skipti. Gert er ráð fyrir 5 – 7 í hvorum hópi*.

Vanadís, völva og valkyrja
Erindi í fyrirlestraröð AkureyrarAkademíunnar 24. september kl. 17:00, haldið í tilefni af útkomu bókarinnar The Saga of Vanadís, Völva and Valkyrja.
Ráðgjöf og handleiðsla: Valgerður H. Bjarnadóttir býður upp á ráðgjöf og handleiðslu fyrir einstaklinga, pör og hópa. Einnig er hægt að fá einkatíma í draumavinnu eða annarri vinnu sem tengist því efni sem námskeiðin taka til.

Leiðbeinandi á öllum námskeiðunum er Valgerður H. Bjarnadóttir
Valgerður er félagsráðgjafi að mennt, með BA-gráðu í heildrænum fræðum með áherslu á
draumafræði og MA í femínískri trúarheimspeki og menningarsögu með áherslu á norræna
goðafræði og gyðjutrú. Hún hefur starfað að málefnum kvenna, kennslu og ráðgjöf í áratugi
og hefur fjölþætta reynslu að baki.

*Skráning á vanadis@vanadis.is og nánari upplýsingar um verð á vefnum vanadis.is. og í síma 895 3319.

Efri myndin er af merki Vanadísar og sú neðri af Valgerði Bjarnadóttur.

Birt:
14. september 2009
Tilvitnun:
Valgerður H. Bjarnadóttir „Námskeið og ráðgjöf haustið 2009“, Náttúran.is: 14. september 2009 URL: http://nature.is/d/2009/09/14/namskeio-og-raogjof-haustio-2009/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 15. september 2009

Skilaboð: