Bretar opna vefsíðu með koltvísýrings reiknivél
Vefurinn er settur á stofn af ríkisstjórn Bretlands og er unnin eftir nákvæmum tölum vottuðum af ríkisstjórninni.
Umhverfisráðherra Breta, David Miliband sem opnaði vefsíðuna segir að þó að margir væru að leggja sitt af mörkum til að draga úr losun koltvísýrings og draga úr loftslagsbreytingum, væru margir „óvissir um hvað best væri að gera til lifa vistvænna og hversu mikil áhrif loftslagsbreytingarnar hafa.“ „Reiknivélin mun hjálpa fólki að ákveða hvað er best að gera til að vera viss um að það leggi sitt af mörkum“ sagði Miliband.Reiknivélin er nýjung og notast aðeins við vottuð gögn. Uppfæra þarf öll gögn reglulega svo að niðurstöðurnar séu ávalt áreiðanlegar. Vélin sem nú er á síðunni er aðeins þar til reynslu en hún mun verða þróuð áfram til að gera hana betri og áreiðanlegri.
Martyn Williams baráttumaður um loftslagsmál og félagi í Vinum jarðar (Friend’s of the Earth) segir að ríkisstjórn Bretlands verði líka að einbeita sér að sinni eigin ábyrgð að draga úr losun kotvísýrings. „Svona reiknivélar geta hjálpað einstaklingum og fjölskyldum mikið að taka einfaldar og grænar ákvarðanir til að leggja sitt af mörkum til að draga úr loftslagsbreytingum.“ sagði Williams og bætti svo við „Þetta er engin syndaaflausn fyrir ríkisstjórnina og hún má alls ekki missa marks af markmiðunum, að draga verulega úr losun koltvísýrings í landinu.
Miliband vonast til þess að aðrar þjóðir fylgi fordæmi Bretlands og taki ábyrgð. Mestar áhyggjur hefur hann þó af Bandaríkjunum og óttast að þeir séu að dragast aftur úr í baráttunni. „Það er mikilvægt að fá þá með í baráttuna“ Hann sagði einnig að sum svæði í Bandaríkjunum væri tilbúin í baráttuna og að þar væri vaxandi áhugi á umhverfisvernd, en að það væri enn mjög langt í land.
sjá frétt á The Guardian
Birt:
Tilvitnun:
Vala Smáradóttir „Bretar opna vefsíðu með koltvísýrings reiknivél“, Náttúran.is: 22. júní 2007 URL: http://nature.is/d/2007/06/22/bretar-opna-vefsu-me-koltvsrings-reiknivl/ [Skoðað:22. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 12. janúar 2008