Best er að kaupa vatnssparandi klósett. Aukahlutir eins og smokkar, dömubindi, túrtappar, bómull og bleyjur eru óæskilegar í klósettið þar sem þeir geta valdið stíflu í leiðslum. Ekki setja sterk efni eða eiturefni í klósettið þar sem þau munu berast út í umhverfið. Gömul lyf á að fara með í apótek til förgunar og spilliefni til efnamóttöku eða samsvarandi. Gömul klósett sturta niður um 15-20 lítrum í hvert skipti, ný 3-6 lítrum. Í gömul klósett er hægt að setja múrsteina í vatnskassann til að minnka vatnsmagnið í vatnskassanum.
Birt:
27. mars 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Klósettið“, Náttúran.is: 27. mars 2007 URL: http://nature.is/d/2007/03/27// [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 23. apríl 2007

Skilaboð: