Ökutæki knúið áfram af einfrumungum er eitthvað sem ekki einu sinni hinum ágæta Tom Swift, sem þó var einn af hugmyndaríkustu vísindamönnum vísindaskáldsagnanna, hefði dottið í hug. En þörungar sem undir venjulegur kringumstæðum framleiða vetni framleiða vetni ef brennistein skortir í umhverfi þeirra. Vísindamönnum hefur tekist að auka þessa framleiðslu úr 0,5% í 10 - 15% sem er nýtanlegt magn. Fyrir nútímamanneskjur er það nánast fjarstæða að knýja faratæki með líforku sem þessari en þess er þó skemmst að minnast að áar okkar nýttu orku úr grasi til að draga vagna sína. Það var þó öllu flóknari lífvera sem breytti orku grassins í hreyfingu. Þörungar eru öllu nær orkuuppsprettunni og með nýtingu þeirra, milliliðalaust, má ná bestum árangri í vinnslu orku. sjá grein í gizmag
Birt:
April 8, 2008
Höfundur:
Einar Bergmundur
Tilvitnun:
Einar Bergmundur „Lifandi eldsneyti“, Náttúran.is: April 8, 2008 URL: http://nature.is/d/2008/04/08/lifandi-eldsneyti/ [Skoðað:Feb. 24, 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Messages: