Óþægilegur sannleikur
Lofstlagsbreytingar af völdum losun gróðurhúsalofttegunda (Co2) og áhrif þess á lífið á jörðinni er viðfangsefni Al Gore í kvikmyndinni An inconvenient truth sem kynnt var á Cannes ný verið og er nú sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim. Eftir að halda fyrirlestra um málefnið í Bandaríkjunum í 30 ár réðst hann í að gera kvikmynd. Al Gore er fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og varð „næstum“ forseti í forsetakosningunum árið 2000 þó álit ófárra sé það að hann hafi í raun hlotið kosningu.
Greinarhöfundi hefur ekki tekist að fá upplýsingar um hvenær myndin verður sýnd hérlendis en mikill áhugi er fyrir myndinni og því væri hvalreki að fá hana hingað sem fyrst.
Birt:
4. júní 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Óþægilegur sannleikur“, Náttúran.is: 4. júní 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/21/otaegilegur_sannl/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 21. mars 2007
breytt: 16. maí 2007