Hjóla- og göngureiknir
Á vef Orkuseturs er reiknivél þar sem hægt að sjá hversu mikið er hægt að spara af eldsneyti og útblæstri ef bifreiðin er skilin eftir heima. Reiknivélin virkar þannig að fyrst er valið eldsneytisverð og síðan vegalengd ferðar. Hægt er að setja inn fjölda ferða ef menn vilja taka saman endurteknar ferðir. Síðan er bifreiðin sem skilja á eftir heima valin og niðurstöður birtast um leið. Einnig má sjá áætlaðan kaloríubruna ferðarinnar enda er verið að brenna líkamsfitu í stað hefðbundins eldsneytis. Sjá nánar á vef Orkuseturs.
Grafík: Reiðhjól, Signý Kolbeinsdóttir ©Náttúran.is.Birt:
26. janúar 2008
Tilvitnun:
Orkusetur „Hjóla- og göngureiknir“, Náttúran.is: 26. janúar 2008 URL: http://nature.is/d/2008/01/26/hjola-gongureiknir/ [Skoðað:27. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.