Blanda af tei og seyði
Takið fyrst saman þær jurtir sem þarf að sjóða.
20 g víðir
30 g úlfarunni
Setjið í pott með 500 ml af vatni (1:10) og látið sjóða í 20 mínútur. Takið síðan þær jurtir sem mega ekki sjóða.
20 g horblaðka
10 g lofnarblóm
1 g eldpipar
Hellið á þær 300-500 ml af sjóðandi vatni, lokið ílátinu og látið standa í 20 mínútur. Hellið síðian öllu saman (seyðinu og teinu) og pressið safann. Geymið blönduna í kæli og drekkið 1 dl þrisvar á dag.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Blanda af tei og seyði“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/blanda-af-tei-og-seyi/ [Skoðað:22. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007