Að þvo bílinn reglulega er það mikilvægasta sem þú gerir til þess að viðhalda verðmæti hans. Salt af vegum og skítur eyðileggur smám saman lakkið á bílnum. Það er umhverfisvænna að fara með bílinn á bílaþvottastöð til þess að þvo stóru fletina en síðan að þvo með vatni og sápu þá fleti sem bílaþvottastöðin hefur ekki getað náð til.

Að vetri til getur verið nauðsynlegt að meðhöndla gúmmílista með sílíkonstifti. Veljið alltaf stifti þar sem sílíkonsprey spreyjar á lakkið í kring. Einnig borgar sig að smyrja lásana á hurðunum með sérstakri lásaolíu sem vinnur gegn því að lásinn frjósi.
Birt:
10. apríl 2007
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Bílþvottur“, Náttúran.is: 10. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/10/blvottur/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 24. apríl 2007

Skilaboð: