Mikið hefur verið sagt og skrifað um rétt og rangt mataræði en sérstaklega hefur kólesterólmagn í fæðu verið til umræðu sem og áhrif mikillar fituneyslu á hjarta og æðakerfi.

Margoft hefur verið sannað að tengsl eru milli hjartasjúkdóma og mikillar fitu í fæðu, mikils magns kólesteróls í blóði, hækkaðs blóðþrýstings, reykinga og kyrrsetu. Ekki verður farið ítarlega út í mataræði hér en þó skal bent á nokkur atriði sem hollt er að hafa í huga.

  • Forðist dýrafitu og kólesterólríkar fæðutegundir, þ.m.t. rautt kjöt, feitar mjólkurafurðir og egg.
  • Haldið saltneyslu í lágmarki.
  • Reykið ekki.
  • Forðist ofát.
  • Forðist hvítan sykur, hvítt hveit og tilbúin aukaefni og öllu tagi.
Birt:
13. apríl 2007
Tilvitnun:
Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir „Mataræði“, Náttúran.is: 13. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/13/matari/ [Skoðað:26. desember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
breytt: 7. maí 2007

Skilaboð: