Hafmeyjarnar gráta - Plastikúrgangur ógnar úthöfunum og þar með okkur
Á vefsíðu BBC birtist fyrir nokkrum dögum grein um að eitrun úthafanna af völdum plastikúrgangs. Niðurstöður breskra vísindamanna benda til þess að örsmáar agnir, svokallaðar hafmeyjartár (mermaids tears) frá plastikúrgangi gæti verið að ógna heilbrigði hafsins og beinlínis eitra það. Hafmeyjartárin sem orsakast af iðnaðar og heimilisúrgangi og netadrossum, hafa breiðst um úthöf jarðar og hafa fundist á ströndum fjögurra heimsálfa. Ástæða er til að ætla að mikil hætta sé á að hafmeyjartárin komist í fæðukeðjuna. Sjá fréttina alla á vef BBC.
Birt:
13. desember 2006
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Hafmeyjarnar gráta - Plastikúrgangur ógnar úthöfunum og þar með okkur“, Náttúran.is: 13. desember 2006 URL: http://nature.is/d/2007/03/16/plastikurgangur_ognar/ [Skoðað:21. desember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. mars 2007
breytt: 30. apríl 2007