Olíuhreinsunarstöð virðist vera að verða að veruleika í Arnarfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkti í fyrradaag einróma að færa verksmiðjuna inn á aðalskipulag til að hægt verði að gefa leyfi til að reisa oliuhreinsunarstöðina.

Land virðist vera tryggt undir verksmiðjuna. Viljayfirlýsing liggur fyrir frá landeigandanum, bóndanum í Hvestu, um sölu á landi undir verksmiðjuna. Framkvæmdin á þó eftir að fara í umhvefismat en vinna við það mun hefjast í september.

Íslenskur hátækniiðaður er framkvæmdaaðili hugsanlegrar verksmiðju. Ekki er enn ljóst hvaða erlendu aðilar koma að verksmiðjunni.

Myndin er frá nágrenni lands Hvestu í Arnarfirði. Ljósmynd: Guðrún Tryggvadóttir.

Birt:
17. ágúst 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Olíuhreinsunarstöð í einum fegursta firði landsins?“, Náttúran.is: 17. ágúst 2007 URL: http://nature.is/d/2007/08/17/oluhreinsunarstu-einum-fegursta-firi-landsins/ [Skoðað:21. nóvember 2024]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: