Ástand heimsins
Ástand heimsins er mjög mismunandi eftir svæðum. Í ríkum vestrænum ríkjum lifir fólk góðu lífi þótt atvinnuleysi sé sumsstaðar viðvarandi vandamál. Einna best lífsskilyrði á jörðinni hafa þeir sem búa í norrænum velferðarríkjum því þar njóta flestir menntunar og mannsæmandi kjara. Í Bandaríkjum Norður Ameríku er gífurleg misskipting tekna. Þar búa fáir við mesta ríkidæmi heimsins en talsverður hópur við mikla fátækt. Það er ljóst að hin ríkustu 20% heimsins sóa 80% af auðlindum jarðar. 80% mannkynsins verða því að láta sér nægja 20% af auðlindunum. Um 35.000 manns deyja á degi hverjum úr hungri sem hægt væri að fyrirbyggja með því að dreifa mat á virkari hátt. Um 1 milljarður manna lifir fyrir utan hagkerfi heimsins í fátækt sem er svo slæm að hún veldur þeim líkamlegu og andlegu tjóni.
Á Íslandi er aftur á móti talað um afstæða fátækt þar sem fólk deyr almennt ekki úr hungri á Íslandi. Samt er nokkur hópur Íslendinga sem ekki getur leyft sér lúxus eins og bíóferðir eða leikhúsferðir, hvað þá ferðir til útlanda.
Í löndum eins og Súdan og Sómalíu deyr fólk vegna þurrka og eyðimerkurmyndunar. Víða annarsstaðar deyr fólk vegna flóða og óhreins drykkjarvatns. Það er því mikið verk óunnið að koma ástandi heimsins í viðunandi horf.
Grafík: Guðrún Tryggvadóttir og Signý Kolbeinsdóttir.Birt:
Tilvitnun:
Ingibjörg Elsa Björnsdóttir „Ástand heimsins“, Náttúran.is: 4. nóvember 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/16/stand-heimsins/ [Skoðað:21. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 16. apríl 2007
breytt: 12. janúar 2008