Umhverfis- og auðlindaskattar samþykktir á Alþingi
Lög um umhverfis- og auðlindaskatta voru samþykktir á Alþingi í dag með 30 atkvæðum gegn 24. Í umsögn um frumvarpið segir m.a.:
Með frumvarpi þessu er lagt til að sérstakt kolefnisgjald verði lagt á fljótandi jarðefnaeldsneyti, þ.e. bensín, dísilolíu, flugvéla- og þotueldsneyti og brennsluolíu, auk þess sem lagt er til að sérstakur skattur verði lagður á sölu á raforku og heitu vatni.
Í fyrsta kafla frumvarpsins er lagt til að sérstakt kolefnisgjald verði lagt á fljótandi jarðefnaeldsneyti, þ.e. bensín, dísilolíu, flugvéla- og þotueldsneyti og brennsluolíu. Kemur hið nýja gjald sem sjálfstæð viðbót við þau vörugjöld sem fyrir eru. Gert er ráð fyrir að fjárhæð kolefnisgjalds verði 2,90 kr. á hvern lítra dísilolíu, 2,60 kr. á hvern lítra af bensíni, 2,70 kr. á hvern lítra flugvéla- og þotueldsneytis og 3,10 kr. á hvern lítra svartolíu. Lagt er til að gjaldið verði innheimt við tollafgreiðslu og er gert ráð fyrir að á ársgrundvelli skili það rúmlega 2,5 milljörðum kr. til ríkissjóðs.
Sjá nánar í þingskjali 293 —máli nr. 257. á www.althingi.is.
Ljósmynd: Einar Bergmundur.
Birt:
Tilvitnun:
Náttúran „Umhverfis- og auðlindaskattar samþykktir á Alþingi“, Náttúran.is: 19. desember 2009 URL: http://nature.is/d/2009/12/20/umhverfis-og-auolindaskattar-samthykktir-althingi/ [Skoðað:8. janúar 2025]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.
skrifað: 20. desember 2009