Þjórsá og Bjarni Harðarson
Rúmlega hundrað manns mættu á fundinn í Þingborg í gær þar sem viðstaddir frambjóðendur allra flokka nema Sjálstæðisflokksins lýstu yfir andstöðu sinni við fyrirhugaðar virkjanir í neðri hluta Þjórsár. Í lok fundarins kvað Bjarni Harðarson frambjóðandi í 2. sæti Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sér hljóðs og húðskammaði fundarrmenn og líkti þeim við fótboltabullur sem eingöngu klöppuðu fyrir sínu eigin liði. Samlíkingin kemur úr hörðustu átt enda eðli stjórnmálanna að klappa fyrir sínu eigin liði og ætti því að vera Bjarna kunnugleg. Líklega var Bjarni að þja að því að það væri í rauninn eigingirni að fórna „ekki“ Þjórsá, sem er merkilegt miðað við andstöðu hans við virkjun árinnar á þessu stigi og fyrri yfrilýsingar þingmannsefnisins kokhrausta við Urriðafoss á köldum degi í vetur. Þar sagði hann m.a. að þyrma ætti Þjórsá „allavega í þessari atrennu“. Það er því spurning hvort að þeirri atrennu sé nú um það bil að ljúka í augum Bjarna eða hvort hún dugi eitthvað fram yfir kosningar.
Birt:
29. apríl 2007
Tilvitnun:
Guðrún Arndís Tryggvadóttir „Þjórsá og Bjarni Harðarson“, Náttúran.is: 29. apríl 2007 URL: http://nature.is/d/2007/04/29/jrs-og-bjarni-hararson/ [Skoðað:21. nóvember 2024]Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.