Náttúruverndarsamtök Íslands hafa sent umhverfisráðherra stjórnsýslukæru vegna ávkörðunar Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin Suðvesturlínur, styrking raforkuflutningskerfis á Suðvesturlandi skuli ekki metin með öðrum tengdum framkvæmdum.

Náttúruverndarsamtök Íslands telja að í samræmi við 2. mgr. 5. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum verði að meta tengdar framkvæmdir, framkvæmdir sem háðar eru hver annarri, (álver, orkuver og raflínulagnir) sameiginlega. Hér er um að ræða afar stórar framkvæmdir og ljóst að ekki fæst heildarmynd af umhverfisáhrifum þeirra nema þær séu metnar saman í einu lagi.

Sjá kæru NSÍ.

Birt:
21. maí 2009
Höfundur:
Árni Finnsson
Tilvitnun:
Árni Finnsson „Stjórnsýslukæra vegna Suðvesturlína“, Náttúran.is: 21. maí 2009 URL: http://nature.is/d/2009/05/21/stjornsyslukaera-vegna-suovesturlina/ [Skoðað:21. janúar 2025]
Efni má nota eða vitna í samkvæmt almennum venjum sé heimilda getið með slóð eða fullri tilvitnun hér að ofan.

Skilaboð: